Þurfti að læra alveg upp á nýtt að lifa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 12:00 Óður til gleðinnar Heiðrún segir fulla ástæðu til að fagna hressilega þessum tíu árum síðan flogaveikin hvarf.Fréttablaðið/Arnþór Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár. Hún segir líf sitt hafa gjörbreyst á þessum t "Ég fékk fyrsta flogið fimmtán ára gömul. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og því síður foreldrar mínir,“ segir Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, sem í dag heldur tónleika til að fagna því að hafa verið laus við flogaveikina í tíu ár. „Þetta voru svokölluð störuflog og ráðvilluflog þannig að ég datt algjörlega út og vissi ekki af mér, en var samt vakandi. Einu sinni færði ég til allar kökurnar á borðinu í fermingarveislu sem ég var gestur í án þess að hafa hugmynd um það fyrr en mér var sagt það eftir á. Þá langaði mig bara að láta mig hverfa,“ segir Heiðrún og hlær. Flogin komu reglulega nokkrum sinnum í mánuði í rúm tuttugu ár og við rannsóknir kom í ljós að þau stöfuðu af öri á heilanum. „Það var alveg sama hvað reynt var, ekkert kom að gagni,“ segir Heiðrún. „Ný lyf virkuðu vel í nokkrar vikur en svo fór allt í sama farið aftur.“ Það var ekki fyrr en hún komst í samband við bandaríska lækninn Gregory Cascino sem Heiðrún eygði lausn. „Ég hafði heyrt að það væri verið að gera svona aðgerðir á Mayo Clinic í Minnesota og með hjálp Elíasar Ólafssonar yfirlæknis á Landspítalanum komst ég í slíka aðgerð, en Landspítalinn er í samstarfi við Mayo Clinic.“ Lýsingarnar á aðgerðinni eru frekar ógnvekjandi, en Heiðrún segir að það hafi verið brotið gat á höfuðkúpuna og örið á heilanum fjarlægt. „Síðan hef ég aldrei fundið fyrir neinu og mér finnst eins og ég hafi vaknað til lífsins 38 ára gömul. Þetta er algjörlega nýtt líf. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra muninn fyrir „venjulegu“ fólki því það hefur alltaf tekið því sem ég er að upplifa sem sjálfsögðum hlut. En auðvitað þurfti ég tíma til að vinna í þessu og læra upp á nýtt að lifa.“ Heiðrún er alin upp við söng og tónlist frá blautu barnsbeini og söngurinn heillaði alltaf. „Ég ólst eiginlega upp í kirkjukór,“ segir hún. „Þegar ég var 17 eða 18 ára langaði mig að fara að læra söng en var of feimin. En draumurinn lifði alltaf með mér og eftir að ég var búin að eignast báðar dætur mínar ákvað ég að láta reyna á það hvort ég gæti ekki lært að syngja. Það tók tíma en ég kláraði fimmta stigið og fór svo í einkatíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í heilt ár og Heiðrún segist hafa sveiflast fram og aftur í því hvort henni tækist þetta nú. „ En Lauf, félag flogaveikra, hefur stappað í mig stálinu og ýtt mér áfram í því sem ég vil gera. Og ég hef lært það í gegnum tíðina að söngurinn gefur mér líf og hefur alltaf gert þannig að þetta verður nokkurs konar óður til gleðinnar. Enda full ástæða til að fagna þessum tíu árum af heilbrigði hressilega.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir mezzósópran heldur í dag einsöngstónleika í Fella- og Hólakirkju. Tilefnið er að á þessu ári eru tíu ár síðan hún losnaði við flogaveikina sem hafði hrjáð hana í rúm tuttugu ár. Hún segir líf sitt hafa gjörbreyst á þessum t "Ég fékk fyrsta flogið fimmtán ára gömul. Hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast og því síður foreldrar mínir,“ segir Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir, sem í dag heldur tónleika til að fagna því að hafa verið laus við flogaveikina í tíu ár. „Þetta voru svokölluð störuflog og ráðvilluflog þannig að ég datt algjörlega út og vissi ekki af mér, en var samt vakandi. Einu sinni færði ég til allar kökurnar á borðinu í fermingarveislu sem ég var gestur í án þess að hafa hugmynd um það fyrr en mér var sagt það eftir á. Þá langaði mig bara að láta mig hverfa,“ segir Heiðrún og hlær. Flogin komu reglulega nokkrum sinnum í mánuði í rúm tuttugu ár og við rannsóknir kom í ljós að þau stöfuðu af öri á heilanum. „Það var alveg sama hvað reynt var, ekkert kom að gagni,“ segir Heiðrún. „Ný lyf virkuðu vel í nokkrar vikur en svo fór allt í sama farið aftur.“ Það var ekki fyrr en hún komst í samband við bandaríska lækninn Gregory Cascino sem Heiðrún eygði lausn. „Ég hafði heyrt að það væri verið að gera svona aðgerðir á Mayo Clinic í Minnesota og með hjálp Elíasar Ólafssonar yfirlæknis á Landspítalanum komst ég í slíka aðgerð, en Landspítalinn er í samstarfi við Mayo Clinic.“ Lýsingarnar á aðgerðinni eru frekar ógnvekjandi, en Heiðrún segir að það hafi verið brotið gat á höfuðkúpuna og örið á heilanum fjarlægt. „Síðan hef ég aldrei fundið fyrir neinu og mér finnst eins og ég hafi vaknað til lífsins 38 ára gömul. Þetta er algjörlega nýtt líf. Það er ekki einu sinni hægt að útskýra muninn fyrir „venjulegu“ fólki því það hefur alltaf tekið því sem ég er að upplifa sem sjálfsögðum hlut. En auðvitað þurfti ég tíma til að vinna í þessu og læra upp á nýtt að lifa.“ Heiðrún er alin upp við söng og tónlist frá blautu barnsbeini og söngurinn heillaði alltaf. „Ég ólst eiginlega upp í kirkjukór,“ segir hún. „Þegar ég var 17 eða 18 ára langaði mig að fara að læra söng en var of feimin. En draumurinn lifði alltaf með mér og eftir að ég var búin að eignast báðar dætur mínar ákvað ég að láta reyna á það hvort ég gæti ekki lært að syngja. Það tók tíma en ég kláraði fimmta stigið og fór svo í einkatíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur.“ Undirbúningur tónleikanna hefur staðið í heilt ár og Heiðrún segist hafa sveiflast fram og aftur í því hvort henni tækist þetta nú. „ En Lauf, félag flogaveikra, hefur stappað í mig stálinu og ýtt mér áfram í því sem ég vil gera. Og ég hef lært það í gegnum tíðina að söngurinn gefur mér líf og hefur alltaf gert þannig að þetta verður nokkurs konar óður til gleðinnar. Enda full ástæða til að fagna þessum tíu árum af heilbrigði hressilega.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira