Frostrósirnar kveðja á toppnum Freyr Bjarnason skrifar 5. október 2013 08:00 „Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is. Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ef það á að kveðja er best að gera það á toppnum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósatónleikanna. Lokatónleikar hinna vinsælu Frostrósa verða haldnir í Laugardalshöll 21. desember. Eftir það fara þær í frí um óákveðinn tíma. Samúel ætlar í staðinn að einbeita sér að því að koma Frostrósunum á kortið í Noregi og Svíþjóð. „Ég er búinn að vinna með Frostrósir í Noregi og Svíþjóð síðustu tvö ár. Það hefur verið svo rosalega mikil vinna hérna heima að það er ekki hægt að gera bæði,“ segir Samúel, sem er einnig búinn að ráða sig í annað verkefni í Svíþjóð. „En það er aldrei að vita nema hugurinn leiti aftur heim og við, þessi samhenta fjölskylda sem að baki þessu stendur, komum saman aftur og blásum til veislu að nokkrum árum liðnum. En það þarf framtíðin að leiða í ljós.“ Á lokatónleikunum í Höllinni verður öllu tjaldað til. Dívurnar mæta allar til leiks, auk fjölda tenóra og söngvara. Einnig kemur fram Stórhljómsveit Frostrósa, tvö hundruð manna hátíðarkór, barnakór og Íslenski gospelkórinn. Miðasala hefst 15. október á Midi.is.
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira