Lauk tveggja ára herskyldu Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2013 11:00 Shani Boianjiu skrifaði bókina Fólkið frá Öndverðu óttast ekki. AFP/NordicPhotos AFP/NordicPhotos Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér líkindum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöðuga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki heldur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólkinu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum. Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Shani Boianjiu er fædd árið 1987 í smábæ í Galíleu. Hún var leiðbeinandi í vopnaburði bardagahermanna á meðan hún gegndi herþjónustu í Ísrael. Hún gaf út sína fyrstu skáldsögu nýlega, Fólkið frá Öndverðu óttast ekki, sem hefur vakið heimsathygli. Bókin fjallar um þrjár vinkonur, Avishag, Leu og Yael, sem alast upp í smábæ í Ísrael. Hugðarefni þeirra eru ekki frábrugðin annarra ungmenna frá öðrum heimshlutum en hættan er aldrei langt undan. Aðspurð segir Shani bókina ekki byggða á eigin lífi. Það er samt ekki hjá því komist að velta fyrir sér líkindum söguhetjunnar og höfundar. „Sumt fólk í Ísrael býr við stöðuga ógn, aðrir ekki. Það fer eftir því hvar í Ísrael þú býrð, af hvaða stétt þú ert, kynþætti og þar fram eftir götunum,“ segir Shani. „Ég var ekki ánægð með að vera kvödd í herinn en það hefði ekki verið í lagi siðferðislega að fara ekki en horfa á eftir öðrum fara,“ útskýrir Shani. Hún segir gríðarlegan mun á því hvernig komið er fram við konur og karla í hernum. „En það er komið fram við karla og konur á ólíkan hátt alls staðar í heiminum – hvar og hvenær sem er. Alltaf,“ bætir Shani við. Bók Shani hefur verið þýdd á fjölda tungumála. „Ég hef ekki kynnst neinum út á velgengnina. Enginn höfundur eða listamaður hefur reynt að nálgast mig vegna bókarinnar. Ég bý í sama þorpi og ég ólst upp í. Ekkert í mínu lífi hefur breyst og skrifin ekki heldur,“ segir Shani. Hún bætir við að hún sé að vinna að nýrri bók en vill lítið gefa upp um innihaldið. Shani segist ekki upplifa pressu sem höfundur um að skrifa um ástandið í Ísrael. „Ég vel ekki um hvað ég skrifa, það bara kemur til mín. Höfuðmarkmið mitt með skrifunum er að hjálpa mannfólkinu að verða aðeins minna sorglegt. Ég hef ekki enn þá gert upp við mig hvort það sé hreinlega hægt,“ segir Shani að lokum.
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira