Það er alltaf skemmtilegra að vera á móti Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. október 2013 17:00 Bjarki segir það gleðja sig mest við verðlaunaveitinguna að hið hefðbundna ljóðform skuli hljóta uppreisn æru. Fréttablaðið/Valli Bjarki Karlsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. Þar yrkir hann undir hefðbundnum bragarháttum og segist hafa orðið steinhissa á að dómnefndin skyldi kunna að meta það. "Það sem mér þykir vænst um við þessa niðurstöðu dómnefndarinnar er að hún skuli taka þessa sígildu íslensku bragarhætti í sátt,“ segir Bjarki. „Þeir hafa um alllangt skeið verið settir til hliðar í bókmenntaumræðunni og þeir sem setja saman ljóð verið flokkaðir í skáld og hagyrðinga eftir því hvort þeir nota hefðbundið form eða ekki og það hefur þótt ófínna að vera hagyrðingur en skáld. Því hefur verið haldið fram að þegar menn halda svona mikilli tryggð við formið nái þeir ekki að segja það sem skiptir máli og þyrfti að segja en mín reynsla er alveg öfug. Það að þurfa að aga málið við formið kallar á að maður fari yfir það sem maður skrifar aftur og aftur. Bara eins og þegar maður er að skrifa sögu eða bréf verður það alltaf betra eftir því sem maður fer oftar yfir það, strikar út og skrifar upp á nýtt. Formið neyðir mann svolítið til að gera það og neyðir mann til að hugsa upp á nýtt og mér finnst ég ná að segja miklu meira svoleiðis en þegar ég nota ekki hefðbundið form.“Afi og Rauður Þannig að frasinn um að ljóð með hefðbundnum bragarhætti yrki sig sjálf á ekki við rök að styðjast? „Nei, ég held að það hafi verið andsvar þeirra sem komu fram með óhefðbundna ljóðið og mættu gríðarlegum mótbyr. Þeir þurftu einhvern veginn að svara fyrir sig. Hitt er aftur annað að það er auðvitað hægt að yrkja mjög fín ljóð óbundið, þetta eru bara tvær aðferðir og þær þurfa ekkert að vera í stríði hvor við aðra.“ Snúum okkur að ljóðunum í bókinni. Hví er afi á honum Rauð þér svona hugleikinn? „Þetta er nokkurs konar háttatal eins og oft hafa tíðkast og ég valdi bara þetta viðfangsefni af handahófi. Þarna glími ég við ýmsa bragarhætti sem komið hafa fram í gegnum bókmenntasöguna en nota þessa sögu sem kemur fram í stökunni frægu um afa á honum Rauð og endursegi hana í þessum bragarháttum um leið og ég reyni að fylgja orðfæri og stíl skáldanna sem nefnd eru til sögunnar. Það er þó aldrei hægt að endursegja neitt án þess að bæta við söguna, þannig að þrátt fyrir allt er einhver undirtónn í þessu, ekki bara nýir hættir.“Speglar tíðarandann Þetta er upp til hópa heimsósómakveðskapur hjá þér, þér liggur mikið á hjarta í sambandi við ástand heimsins? „Ja, það er alltaf skemmtilegra að vera á móti en ég hefði kannski átt að bæta við einhverjum frasa í innganginn í þá veru að þær skoðanir sem koma fram í bókinni séu ekki endilega höfundar. Hins vegar leitaðist ég við að endurspegla þá strauma sem ég heyri í kringum mig og þann anda sem mér finnst ríkja í þjóðfélagsumræðunni.“Það er líka töluverður femínismi í þessum ljóðum, ertu femínisti? „Það hljóta allir að vera það. Mér skilst að skilgreiningin á femínisma sé að finnast jafnrétti kynjanna ekki vera náð og vilja gera eitthvað í því og samkvæmt þeirri skilgreiningu er ég klárlega femínisti.“ Meðal þess sem er að finna í bókinni er stórskemmtileg þýðing þín á textanum við Evróvisionlagið Is it true, er hægt að syngja þennan texta við lagið? „Nei, nei, þetta er ekki ort við lagið. Þetta er bara undir ferskeyttum hætti og hugsunin var sú að koma efninu til skila. Kannski svolítið bókstafleg þýðing, baby verður ungbarn og svo framvegis. Svo hnýtti ég utan um textann, eins og er alltaf gert í rímum, mansöngur á undan og botnað með tveimur vísum sem draga þetta saman í lokin þar sem ég líki frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar við kaflann í Egilssögu þar sem hann hefur lokið við að flytja Höfuðlausn: hið besta var kvæðið framflutt.“Ekki heildstætt verk Þú hefur greinilega mjög gaman af því að taka annarra manna texta og vinda upp á hann? „Já, ég hélt að ég gerði of mikið af því til þess að þetta myndi nokkurn tímann fá náð fyrir augum dómnefndarinnar, en þetta hefur alla tíð verið tíðkað. Menn hafa verið með vísanir hver í annan í gegnum söguna eða tekið danskvæði og þulur og bundið inn í sína bragarhætti.“ Og þú áttir alls ekki von á því að fólk kynni að meta þetta, segirðu? „Ég bjóst ekki við að þetta hlyti náð fyrir augum dómnefndar, nei. Ég tek mig ekki mjög alvarlega og átti ekki von á að það ætti upp á pallborðið í alvarlegri keppni, en það átti það greinilega. Ég hef verið að skoða umsagnir dómnefndar um verðlaunabækur undanfarinna ára og þar er gjarnan talað um heildstæða mynd eða mikla einlægni í bókunum, sem er auðvitað bara frábært, en ég lagði kannski minna upp úr því og það kemur svona út.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Bjarki Karlsson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðabókina Árleysi alda. Þar yrkir hann undir hefðbundnum bragarháttum og segist hafa orðið steinhissa á að dómnefndin skyldi kunna að meta það. "Það sem mér þykir vænst um við þessa niðurstöðu dómnefndarinnar er að hún skuli taka þessa sígildu íslensku bragarhætti í sátt,“ segir Bjarki. „Þeir hafa um alllangt skeið verið settir til hliðar í bókmenntaumræðunni og þeir sem setja saman ljóð verið flokkaðir í skáld og hagyrðinga eftir því hvort þeir nota hefðbundið form eða ekki og það hefur þótt ófínna að vera hagyrðingur en skáld. Því hefur verið haldið fram að þegar menn halda svona mikilli tryggð við formið nái þeir ekki að segja það sem skiptir máli og þyrfti að segja en mín reynsla er alveg öfug. Það að þurfa að aga málið við formið kallar á að maður fari yfir það sem maður skrifar aftur og aftur. Bara eins og þegar maður er að skrifa sögu eða bréf verður það alltaf betra eftir því sem maður fer oftar yfir það, strikar út og skrifar upp á nýtt. Formið neyðir mann svolítið til að gera það og neyðir mann til að hugsa upp á nýtt og mér finnst ég ná að segja miklu meira svoleiðis en þegar ég nota ekki hefðbundið form.“Afi og Rauður Þannig að frasinn um að ljóð með hefðbundnum bragarhætti yrki sig sjálf á ekki við rök að styðjast? „Nei, ég held að það hafi verið andsvar þeirra sem komu fram með óhefðbundna ljóðið og mættu gríðarlegum mótbyr. Þeir þurftu einhvern veginn að svara fyrir sig. Hitt er aftur annað að það er auðvitað hægt að yrkja mjög fín ljóð óbundið, þetta eru bara tvær aðferðir og þær þurfa ekkert að vera í stríði hvor við aðra.“ Snúum okkur að ljóðunum í bókinni. Hví er afi á honum Rauð þér svona hugleikinn? „Þetta er nokkurs konar háttatal eins og oft hafa tíðkast og ég valdi bara þetta viðfangsefni af handahófi. Þarna glími ég við ýmsa bragarhætti sem komið hafa fram í gegnum bókmenntasöguna en nota þessa sögu sem kemur fram í stökunni frægu um afa á honum Rauð og endursegi hana í þessum bragarháttum um leið og ég reyni að fylgja orðfæri og stíl skáldanna sem nefnd eru til sögunnar. Það er þó aldrei hægt að endursegja neitt án þess að bæta við söguna, þannig að þrátt fyrir allt er einhver undirtónn í þessu, ekki bara nýir hættir.“Speglar tíðarandann Þetta er upp til hópa heimsósómakveðskapur hjá þér, þér liggur mikið á hjarta í sambandi við ástand heimsins? „Ja, það er alltaf skemmtilegra að vera á móti en ég hefði kannski átt að bæta við einhverjum frasa í innganginn í þá veru að þær skoðanir sem koma fram í bókinni séu ekki endilega höfundar. Hins vegar leitaðist ég við að endurspegla þá strauma sem ég heyri í kringum mig og þann anda sem mér finnst ríkja í þjóðfélagsumræðunni.“Það er líka töluverður femínismi í þessum ljóðum, ertu femínisti? „Það hljóta allir að vera það. Mér skilst að skilgreiningin á femínisma sé að finnast jafnrétti kynjanna ekki vera náð og vilja gera eitthvað í því og samkvæmt þeirri skilgreiningu er ég klárlega femínisti.“ Meðal þess sem er að finna í bókinni er stórskemmtileg þýðing þín á textanum við Evróvisionlagið Is it true, er hægt að syngja þennan texta við lagið? „Nei, nei, þetta er ekki ort við lagið. Þetta er bara undir ferskeyttum hætti og hugsunin var sú að koma efninu til skila. Kannski svolítið bókstafleg þýðing, baby verður ungbarn og svo framvegis. Svo hnýtti ég utan um textann, eins og er alltaf gert í rímum, mansöngur á undan og botnað með tveimur vísum sem draga þetta saman í lokin þar sem ég líki frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar við kaflann í Egilssögu þar sem hann hefur lokið við að flytja Höfuðlausn: hið besta var kvæðið framflutt.“Ekki heildstætt verk Þú hefur greinilega mjög gaman af því að taka annarra manna texta og vinda upp á hann? „Já, ég hélt að ég gerði of mikið af því til þess að þetta myndi nokkurn tímann fá náð fyrir augum dómnefndarinnar, en þetta hefur alla tíð verið tíðkað. Menn hafa verið með vísanir hver í annan í gegnum söguna eða tekið danskvæði og þulur og bundið inn í sína bragarhætti.“ Og þú áttir alls ekki von á því að fólk kynni að meta þetta, segirðu? „Ég bjóst ekki við að þetta hlyti náð fyrir augum dómnefndar, nei. Ég tek mig ekki mjög alvarlega og átti ekki von á að það ætti upp á pallborðið í alvarlegri keppni, en það átti það greinilega. Ég hef verið að skoða umsagnir dómnefndar um verðlaunabækur undanfarinna ára og þar er gjarnan talað um heildstæða mynd eða mikla einlægni í bókunum, sem er auðvitað bara frábært, en ég lagði kannski minna upp úr því og það kemur svona út.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira