Maus snýr aftur eftir níu ára hlé Freyr Bjarnason skrifar 16. október 2013 07:00 „Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Við erum komnir með góða æfingaaðstöðu og okkur langaði alla til þess að spila,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari Maus. Hljómsveitin, sem naut mikilla vinsælda bæði á tíunda áratugnum og í byrjun þess síðasta, stígur á svið á tuttugu ára afmælistónleikum útvarpsstöðvarinnar X-ins 977 í Hafnarhúsinu 29. október. Einnig koma fram Ensími, Brain Police, Mammút og Kaleo. Þetta verða fyrstu tónleikar Maus í níu ár en hljómsveitin fagnar einnig tuttugu ára afmæli sínu á þessu ári. Síðustu árin hafa meðlimir sveitarinnar verið búsettir víðs vegar um heiminn, stundað nám, sinnt sólóferlum og öðrum hugðarefnum. „Við höfum varla verið undir sama þaki í níu ár. Síðan flutti Palli [Páll Ragnar Pálsson] heim í júlí og Danni [Daníel Þorsteinsson] í ágúst og eftir það er síminn búinn að vera hringja hjá okkur og við erum búnir að fá fullt af tilboðum,“ segir Birgir Örn, sem sjálfur bjó í London, auk þess sem bassaleikarinn Eggert Gíslason bjó í San Francisco. Aðspurður segir hann hljómsveitina aðeins hafa æft þrisvar sinnum. Þeir félagar hafi ekki viljað spila opinberlega fyrr en Þorkell Máni Pétursson á X-inu fékk þá til að spila í afmælinu. Þar skipti sköpum hversu vel æfingarnar höfðu gengið. „Máni flýtti fyrir þessu ferli en þetta verða líklega einu tónleikarnir á þessu ári.“ Hann segir hljómsveitina ekkert hafa ákveðið með upptökur á nýju efni. „Það er búið að vera nóg að gera við að rifja upp þessi gömlu lög. Við höfum ekki einu sinni talað um það.“ Birgir er að læra sálfræði við Háskóla Íslands og hyggur á meistaranám að loknu BS-prófi. „Sú tilfinning að spila bestu lögin sín uppi á sviði fyrir framan fullt af fólki er rosalega skemmtilegt. Þetta verður góð tilbreyting frá því að vera lokaður inni á lesstofu.“ Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is kl. 12 í dag. Forsöluverð er 977 krónur.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira