Af Seltirningum og útlendingum Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 17. október 2013 06:00 Borgarstjórinn í Reykjavík hefur skotið fast á Seltirninga við misgóðar undirtektir. Það er vissulega skondið að ímynda sér tollahlið við mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur og að sjá fyrir sér Seltirninga sem ríka frændur sem éta úr ísskápum Reykvíkinga. Svona glens og grín virkar hugsanlega til að brydda upp á umræðu um samstarf eða sameiningu sveitarfélaga en í raun og veru eru Seltirningar alls engar afætur á Reykvíkingum. Íbúar Seltjarnarness sem nýta til að mynda þjónustu skóla í Reykjavík borga sitt eftir kúnstarinnar reglum. Reykvíkingar hafa aðgang að yndislegu útivistarsvæði Gróttu og sundlauginni á Seltjarnarnesi alveg eins og Seltirningar hafa aðgang að hjólastíganeti og söfnum borgarinnar.Erlendur Gestur Samlíkingar borgarstjóra vekja hins vegar upp spurningar um aðra frændur, mikinn fjölda erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu og afþreyingu í Reykjavík. Erlendir ferðamenn hafa nú bjargað landsmönnum í efnahagslegu tilliti eftir áföllin 2008. Heimsóknir þeirra hafa haft jákvæð áhrif á útflutning, þjónustu og minnkað atvinnuleysi. Á síðustu fimm árum hafa heimsótt okkur rúmlega þrjár milljónir gesta. Við tökum á móti þeim fagnandi og niðurstöður viðhorfskannana í ferðaþjónustu segja að á Íslandi búi í raun 320.000 leiðsögumenn. Það þarf sannarlega ekki að kenna Reykvíkingum kurteisi gagnvart ferðamönnum eins og borgarstjórinn í París neyddist til að gera í sinni borg! Í fyrra sögðust yfir 90% ferðamanna ætla að mæla með Reykjavík sem áfangastað. Ekkert bendir til þess að erlendum ferðamönnum fækki. Varfærnar spár gera ráð fyrir að ferðamenn verði 36% fleiri á árinu 2015 en þeir voru 2012. Fréttir berast af mikilli uppbyggingu gistihúsa en þrátt fyrir áætlaða fjölgun þeirra er enn nokkuð í land með að eftirspurn verði fullnægt. Þessi þensla gæti hins vegar farið að nálgast þolmörk náttúru og samfélags á ákveðnum stöðum á landinu. Mögulegar lausnir vegna þessa eru nú ræddar í starfshópi iðnaðarráðherra og gætu falist í einhvers konar gjaldtöku. Þrátt fyrir að þessi nýja atvinnugrein hafi bjargað miklu hefur neysla ferðamanna farið minnkandi á undanförnum árum að raunvirði, þegar tekið hefur verið tillit til fjölgunar ferðamanna og gistinátta. Ferðamennirnir eyða að meðaltali minna en áður. Ferðaþjónustuaðilar einbeita sér nú að því að skapa umhverfi fyrir eyðsluglaðari ferðamenn, laða að ólíka hópa og búa til verðmætari vörur. En hvað hefur þetta að gera með ríka frændann og Reykjavíkurborg?Niðurgreidd afþreying Útsvarsgreiðendur í Reykjavík niðurgreiða mikið af afþreyingu fyrir þennan mikla fjölda gesta. Þrjátíu prósent erlendra gesta fara í sund í Reykjavík. Miðaverðið þar stendur hins vegar einungis undir 25% af raunkostnaði við sundlaugarferðina. Reykvíkingar borga þessi 75% sem út af standa. Næstum 40% erlendra gesta skoða listasöfn borgarinnar. Aðgangsmiðinn í okkar fallega Ásmundarsafn kostar til dæmis 20% af raunkostnaði og því greiða Reykvíkingar 80% af miðaverðinu í gegnum skattkerfið. Sama gildir um strætómiða þar sem erlendi ferðamaðurinn greiðir 30% af kostnaðinum við ferðina en útsvarsgreiðendur sjá um afganginn. Svona mætti áfram telja en samantekið niðurgreiða íbúar í Reykjavík spennandi valkosti fyrir ferðamenn um 75 prósent að meðaltali.Finnum leiðir Eru borgarbúar búnir að átta sig á þessari þróun? Það er löngu kominn tími á stefnumarkandi umræðu um forgangsröðun fjármuna til grunnþjónustu. Það blasir við að íbúar hafa ekki efni á að niðurgreiða þjónustu fyrir hundruð þúsunda annars ágætra gesta á ári hverju. Borgarbúar eru til dæmis óþolinmóðir gagnvart lélegu viðhaldi og styttri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar sem stafar af þurrum sjóðum borgarinnar. Nauðsynlegt viðhald eykst vitaskuld mikið samhliða aukinni notkun. Afþreying borgarinnar keppir að auki beint og óbeint við fjölmörg fyrirtæki í einkaeigu. Við viljum að slíkum fyrirtækjum fjölgi og að þau blómstri en samkeppni við niðurgreidda afþreyingu á vegum borgarinnar hjálpar ekki til við þá þróun. Er ekki kominn tími á nýja hugsun? Leiðirnar eru fjölmargar en þeim verður ekki komið á án hugsunar eða frumkvæðis Reykjavíkurborgar. Það felast mikil tækifæri í ferðamennsku fyrir Reykjavíkurborg sem og fyrirtæki í borginni, sérstaklega með tengingu menningar- og ferðaþjónustu. Brandarar um tollahlið og feita frændur eru ágætir í sjálfu sér en duga skammt án skýrrar stefnu og frumkvæðis þeirra sem ráða för í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Borgarstjórinn í Reykjavík hefur skotið fast á Seltirninga við misgóðar undirtektir. Það er vissulega skondið að ímynda sér tollahlið við mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur og að sjá fyrir sér Seltirninga sem ríka frændur sem éta úr ísskápum Reykvíkinga. Svona glens og grín virkar hugsanlega til að brydda upp á umræðu um samstarf eða sameiningu sveitarfélaga en í raun og veru eru Seltirningar alls engar afætur á Reykvíkingum. Íbúar Seltjarnarness sem nýta til að mynda þjónustu skóla í Reykjavík borga sitt eftir kúnstarinnar reglum. Reykvíkingar hafa aðgang að yndislegu útivistarsvæði Gróttu og sundlauginni á Seltjarnarnesi alveg eins og Seltirningar hafa aðgang að hjólastíganeti og söfnum borgarinnar.Erlendur Gestur Samlíkingar borgarstjóra vekja hins vegar upp spurningar um aðra frændur, mikinn fjölda erlendra ferðamanna sem nýta sér þjónustu og afþreyingu í Reykjavík. Erlendir ferðamenn hafa nú bjargað landsmönnum í efnahagslegu tilliti eftir áföllin 2008. Heimsóknir þeirra hafa haft jákvæð áhrif á útflutning, þjónustu og minnkað atvinnuleysi. Á síðustu fimm árum hafa heimsótt okkur rúmlega þrjár milljónir gesta. Við tökum á móti þeim fagnandi og niðurstöður viðhorfskannana í ferðaþjónustu segja að á Íslandi búi í raun 320.000 leiðsögumenn. Það þarf sannarlega ekki að kenna Reykvíkingum kurteisi gagnvart ferðamönnum eins og borgarstjórinn í París neyddist til að gera í sinni borg! Í fyrra sögðust yfir 90% ferðamanna ætla að mæla með Reykjavík sem áfangastað. Ekkert bendir til þess að erlendum ferðamönnum fækki. Varfærnar spár gera ráð fyrir að ferðamenn verði 36% fleiri á árinu 2015 en þeir voru 2012. Fréttir berast af mikilli uppbyggingu gistihúsa en þrátt fyrir áætlaða fjölgun þeirra er enn nokkuð í land með að eftirspurn verði fullnægt. Þessi þensla gæti hins vegar farið að nálgast þolmörk náttúru og samfélags á ákveðnum stöðum á landinu. Mögulegar lausnir vegna þessa eru nú ræddar í starfshópi iðnaðarráðherra og gætu falist í einhvers konar gjaldtöku. Þrátt fyrir að þessi nýja atvinnugrein hafi bjargað miklu hefur neysla ferðamanna farið minnkandi á undanförnum árum að raunvirði, þegar tekið hefur verið tillit til fjölgunar ferðamanna og gistinátta. Ferðamennirnir eyða að meðaltali minna en áður. Ferðaþjónustuaðilar einbeita sér nú að því að skapa umhverfi fyrir eyðsluglaðari ferðamenn, laða að ólíka hópa og búa til verðmætari vörur. En hvað hefur þetta að gera með ríka frændann og Reykjavíkurborg?Niðurgreidd afþreying Útsvarsgreiðendur í Reykjavík niðurgreiða mikið af afþreyingu fyrir þennan mikla fjölda gesta. Þrjátíu prósent erlendra gesta fara í sund í Reykjavík. Miðaverðið þar stendur hins vegar einungis undir 25% af raunkostnaði við sundlaugarferðina. Reykvíkingar borga þessi 75% sem út af standa. Næstum 40% erlendra gesta skoða listasöfn borgarinnar. Aðgangsmiðinn í okkar fallega Ásmundarsafn kostar til dæmis 20% af raunkostnaði og því greiða Reykvíkingar 80% af miðaverðinu í gegnum skattkerfið. Sama gildir um strætómiða þar sem erlendi ferðamaðurinn greiðir 30% af kostnaðinum við ferðina en útsvarsgreiðendur sjá um afganginn. Svona mætti áfram telja en samantekið niðurgreiða íbúar í Reykjavík spennandi valkosti fyrir ferðamenn um 75 prósent að meðaltali.Finnum leiðir Eru borgarbúar búnir að átta sig á þessari þróun? Það er löngu kominn tími á stefnumarkandi umræðu um forgangsröðun fjármuna til grunnþjónustu. Það blasir við að íbúar hafa ekki efni á að niðurgreiða þjónustu fyrir hundruð þúsunda annars ágætra gesta á ári hverju. Borgarbúar eru til dæmis óþolinmóðir gagnvart lélegu viðhaldi og styttri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar sem stafar af þurrum sjóðum borgarinnar. Nauðsynlegt viðhald eykst vitaskuld mikið samhliða aukinni notkun. Afþreying borgarinnar keppir að auki beint og óbeint við fjölmörg fyrirtæki í einkaeigu. Við viljum að slíkum fyrirtækjum fjölgi og að þau blómstri en samkeppni við niðurgreidda afþreyingu á vegum borgarinnar hjálpar ekki til við þá þróun. Er ekki kominn tími á nýja hugsun? Leiðirnar eru fjölmargar en þeim verður ekki komið á án hugsunar eða frumkvæðis Reykjavíkurborgar. Það felast mikil tækifæri í ferðamennsku fyrir Reykjavíkurborg sem og fyrirtæki í borginni, sérstaklega með tengingu menningar- og ferðaþjónustu. Brandarar um tollahlið og feita frændur eru ágætir í sjálfu sér en duga skammt án skýrrar stefnu og frumkvæðis þeirra sem ráða för í Reykjavík.