Varúð! Brasilíu-jinx! Ekki lesa! Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 17. október 2013 06:00 Óðurmaður skrifar. Ég eyddi öllum gærdeginum í að þvælast á milli sportvöruverslana í leit að sundskýlu í fánalitunum til að taka með til Brasilíu næsta sumar. Strax og flautað var til leiksloka á þriðjudagskvöld fór ég inn á expedia.com og tékkaði á flugi til Ríó. Ódýrasta flugið er á 2.049 Bandaríkjadali (rúmur 240 þúsund kall) sem er fullmikið en þó vel sloppið miðað við að ég tékkaði líka á flugi til borgarinnar Natal þar sem leikir í A-riðli munu fara fram og flugið þangað kostar 4.182 dali eða ríflega hálfa milljón. Hvað þá ef við lendum í B-riðli og munum keppa í borginni Porto Alegre í Suður-Brasilíu. Ódýrasta flugið þangað kostar 6.363 dali! Þetta er alltof dýrt, enda allt flókin tengiflug. Það er örugglega ódýrara að leigja flugvél og selflytja Íslendinga þarna suður eftir í einum rykk. Það eru 9.813 kílómetrar frá Reykjavík til Ríó en það myndi þýða tæplega 13 klukkustunda flug. Það er því ljóst að það myndi ekki duga að leigja Boeing 737, 757 eða álíka smáskutlur í verkefnið (svoleiðis fuglar hafa ekki drægni nema rétt suður undir miðbaug). Til að dæmið gangi upp fjárhagslega þurfum við að ræsa hreyflana á almennilegum langdrægum háloftastrætó sem er belgvíður að auki. Best væri náttúrulega að fá júmbóið, vinnuhestinn 747, sem er með drægni í námunda við 15 ká-ká-emm (sem gæti auðveldlega skilað okkur til Porto Alegre) og getur hesthúsað allt að 570 manns ef við sleppum öllum farangri og gerum ráð fyrir að farþegar séu bara í sundskýlum svo hægt sé að þjappa. Mikilvægt er einnig að gera góða viðskiptasamninga við Brasilíu svo vélarnar fljúgi ekki tómar heim. Spurning um að fylla þær af goji-berjum og nikkeli fyrir heimleiðina (við mixum svo einhverja viðskiptasnilld út úr því seinna). Ég held að það verði hægt að ná fargjaldinu niður í 50 þúsund kall á haus miðað við 600 ferðir og síðasti maður frá Íslandi slökkvi ljósin. Þetta getur ekki klikkað!!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Óðurmaður skrifar. Ég eyddi öllum gærdeginum í að þvælast á milli sportvöruverslana í leit að sundskýlu í fánalitunum til að taka með til Brasilíu næsta sumar. Strax og flautað var til leiksloka á þriðjudagskvöld fór ég inn á expedia.com og tékkaði á flugi til Ríó. Ódýrasta flugið er á 2.049 Bandaríkjadali (rúmur 240 þúsund kall) sem er fullmikið en þó vel sloppið miðað við að ég tékkaði líka á flugi til borgarinnar Natal þar sem leikir í A-riðli munu fara fram og flugið þangað kostar 4.182 dali eða ríflega hálfa milljón. Hvað þá ef við lendum í B-riðli og munum keppa í borginni Porto Alegre í Suður-Brasilíu. Ódýrasta flugið þangað kostar 6.363 dali! Þetta er alltof dýrt, enda allt flókin tengiflug. Það er örugglega ódýrara að leigja flugvél og selflytja Íslendinga þarna suður eftir í einum rykk. Það eru 9.813 kílómetrar frá Reykjavík til Ríó en það myndi þýða tæplega 13 klukkustunda flug. Það er því ljóst að það myndi ekki duga að leigja Boeing 737, 757 eða álíka smáskutlur í verkefnið (svoleiðis fuglar hafa ekki drægni nema rétt suður undir miðbaug). Til að dæmið gangi upp fjárhagslega þurfum við að ræsa hreyflana á almennilegum langdrægum háloftastrætó sem er belgvíður að auki. Best væri náttúrulega að fá júmbóið, vinnuhestinn 747, sem er með drægni í námunda við 15 ká-ká-emm (sem gæti auðveldlega skilað okkur til Porto Alegre) og getur hesthúsað allt að 570 manns ef við sleppum öllum farangri og gerum ráð fyrir að farþegar séu bara í sundskýlum svo hægt sé að þjappa. Mikilvægt er einnig að gera góða viðskiptasamninga við Brasilíu svo vélarnar fljúgi ekki tómar heim. Spurning um að fylla þær af goji-berjum og nikkeli fyrir heimleiðina (við mixum svo einhverja viðskiptasnilld út úr því seinna). Ég held að það verði hægt að ná fargjaldinu niður í 50 þúsund kall á haus miðað við 600 ferðir og síðasti maður frá Íslandi slökkvi ljósin. Þetta getur ekki klikkað!!!
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun