Djöfulleg slökun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. október 2013 10:00 Tom Araya úr hljómsveitinni Slayer. Nordicphotos/getty Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með. Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sem ungur maður hlustaði ég á þungarokk vegna þess að hormónarnir öskruðu á það. Í dag geri ég það vegna þess að betri aðferð til slökunar get ég ekki ímyndað mér. Ég veit fátt notalegra eftir langan vinnudag en að setjast upp í bíl, skrúfa gömlu Almeru-græjurnar upp í 21, með bassa á tveimur og treble á fimm (hæsta sem hann kemst), og leyfa alls kyns djöfullegu dauðarokki að vinda ofan af mér á leiðinni heim. Þetta er augnablik sem líkist því helst að tylla sér á stóran stein í fallegri fjöru og hlusta á náttúruna. Slökun sem margir geta hugsað sér, og jafnvel leggja stund á. Tvöfalda bassatromman gegnir hlutverki sjávarfallanna og slær taktinn, öskrin eru sem óreglulegar vindhviður, og gítarsólóin eins og gargandi sílamáfur á flugi. Ef ég lendi á rauðu ljósi þori ég þó ekki öðru en að lækka eilítið. Í næsta bíl gæti verið eðlilegt fólk sem þætti ég skrítinn. Nú eða enn undarlegra fólk en ég sem þætti þungarokkið mitt of meginstraums. Í þeirra augum væri ég líklega eins og maðurinn sem ekur vélhjóli sínu niður Laugaveg allar helgar, oft á dag, með Joan Jett í botni (ég vissi reyndar ekki að til væru hljómflutningstæki fyrir vélhjól fyrr en þessi riddari götunnar kom inn í líf mitt). Á tímabili hélt ég að þessi háværa slökunaraðferð mín væri pínu nýmóðins og töff. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég er bara aðeins yngri útgáfa af fimmtuga kerfisfræðingnum í bílnum fyrir aftan mig sem hlustar á Electric Light Orchestra og syngur með.
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira