Ekki bara ástardrama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2013 12:00 söngkonan "Þessar tilfinningar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Fréttablaðið/GVA „Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira