Raggi Bjarna með nýja og ferska plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. október 2013 11:00 Ragnar Bjarnason og Jón Ólafsson taka við Gullplötu fyrir dúettaplötuna sem kom út í fyrra. Mynd/GVA „Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta eru allt saman ný lög og ný ljóð, og það hefur verið mjög skemmtilegt að vinna að plötunni,“ segir Ragnar Bjarnason tónlistarmaður, sem er þessa dagana að klára nýja plötu sem kemur út um miðjan nóvember. Platan sem er enn ónefnd er unnin af Jóni Ólafssyni tónlistarmanni og hafa þeir félagar unnið í tvo til þrjá mánuði að henni. „Við eyddum miklum tíma í að finna rétta stílinn. Jón Ólafs hefur verið potturinn og pannan í þessu öllu saman. Allir þeir sem koma að plötunni eru alveg frábærir.“ Fjöldinn allur af lagahöfundum á lög á plötunni og eru Jón Jónsson, Megas, Magnús Þór Sigmundsson, Bragi Valdimar Skúlason og Valgeir Guðjónsson þeirra á meðal. Þá eiga Ólafur Haukur Símonarson, Kristján Hrafnsson, Valgeir Guðjónsson og Kristján Hreinsson texta á plötunni, ásamt fleiri skáldum. „Það er mikill léttleiki yfir nýju plötunni, hún er skemmtileg og við förum yfir allan skalann, allt frá reggíi yfir í hálfgert diskó, svo eru líka rólegar og fallegar perlur þarna,“ útskýrir Ragnar. Textarnir eru léttir og segja skemmtilegar sögur. „Það er einn texti þarna um Þjóðarbókhlöðuna og fjallar í raun um hvernig lífið er og hvað fólk er að gera á Þjóðarbókhlöðunni. Það hefur enginn sungið um Þjóðarbókhlöðuna fyrr en núna,“ bætir Ragnar við léttur í lundu. Þetta er fyrsta platan sem Ragnar gefur út í fjölmörg ár, þar sem eingöngu er nýtt efni á boðstólnum. Þó kom út árið 2007 jólaplata með honum þar sem ný jólalög var að finna. Í fyrra gaf Ragnar út plötu sem innihélt dúetta og seldist hún mjög vel en Ragnar tók einmitt á móti Gullplötu í gær fyrir þá plötu. „Fyrir utan plötuna er ég mikið að skemmta á samkomum, eins og í afmælum og á árshátíðum, en svo reikna ég nú með að við höldum útgáfutónleika fljótlega eftir útgáfuna,“ bætir Ragnar við að lokum. Hér fyrir neðan má finna tvö lög af dúettaplötu Ragnars.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“