Enginn í fótspor Mugison og Ásgeirs Freyr Bjarnason skrifar 23. október 2013 07:00 Svo virðist sem enginn ætli að feta í fótspor Ásgeirs Trausta og Mugison þetta árið. Sigríður Thorlacius, Lay Low og Emilíana Torrini gætu náð gullsölu. fréttablaðið/valli Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Ásgeir Trausti sló í gegn í fyrra með plötu sinni Dýrð í dauðaþögn. Samanlagt seldist hún í um 22 þúsund eintökum útgáfuárið 2012, langmest allra, og er núna komin yfir þrjátíu þúsund. Árið áður bar Mugison höfuð og herðar yfir aðra er hann seldi Haglél í um þrjátíu þúsund eintökum. Svo virðist sem engin slík metsala sé í pípunum fyrir þessi jól. Aðspurður segist Eiður Arnarson, útgáfustjóri Senu sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, vera sammála því að enginn nýr Ásgeir eða Mugison sé á leiðinni. „Það má reyndar segja að það hafi heldur ekki verið beinlínis í sjónmáli að neinn annar myndi taka við af Mugison með þessum hætti sem Ásgeir gerði í fyrra. Þetta var fyrirsjáanlegra með Mugison en auðvitað náði hann hærri hæðum en nokkur hefði getað búist við.“ Eiður segir að árangur þeirra beggja hafi verið óvenjulega afgerandi. „Þetta er sala sem hafði ekki sést áratugum saman. Það er alls ekki við því að búast að það endurtaki sig á næsta eða þarnæsta ári, ef nokkurn tímann aftur.“ Hvað plötusöluna í ár varðar segir hann að margir geti náð gullsölu, eða fimm þúsund eintökum, en er ekki eins viss um að nokkur nái platínusölu, eða tíu þúsundum. „En auðvitað má segja að það sé alltaf þannig á þessum árstíma. Maður veit aldrei.“ Aðspurður telur hann að Helgi syngur Hauk, Duet 3 með Björgvini Halldórs, Skálmöld & Sinfó og jólaplötur Bubba og Sigríðar Thorlacius gætu náð gullsölu hjá Senu í ár. Haraldur Leví Gunnarsson hjá Record Records býst ekki heldur við neinni bombu í ár eins og Hagléli eða Dýrð í dauðaþögn. „Ekki nema það komi eitthvað út sem er búið að liggja í leyni. Af því sem ég veit að er að koma út hef ég ekki trú á að það verði rosaleg sprengja.“ Hann býst við að væntanlegar plötur frá Mammút og Lay Low, sem Record Records gefur út, gætu náð gullsölu. „Lay Low er vön því að fara í gull.“ Hvað varðar aðrar plötur sem koma út í ár má reikna við því að nýjasta afurð Emilíönu Torrini, Tookah, nái gullsölu en óvíst hvort það náist fyrir jól. Síðustu tvær plötur hennar, Me and Armini og Fisherman´s Woman, hafa báðar náð platínusölu hérlendis. Einnig er líklegt að nýjasta plata Sigur Rósar, Kveikur, fari í gull. Fyrsta sólóplata Eurovision-stjörnunnar Eyþórs Inga gæti einnig selst vel.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira