Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. október 2013 07:00 SVÞ segja stjórnvöld ekki hafa getað fært fyrir því rök að innlendum hagsmunum sé ógnað með innflutningi á fersku kjöti. Fréttablaðið/Hrönn Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Takmarkanir á innflutningi á ferskum kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningarbréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er innflutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfisveitingu. ESA telur fyrirkomulagið stangast á við tilskipun um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunarinnar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum samræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samningsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrifstofu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæðalaust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á ferskum kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurðum til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafnframt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveðið að leggja fram svo kallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snústi ekki um tollvernd eða magn innflutnings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés.Andrés MagnússonSVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heilbrigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira