Tæknilegasta hljómsveit landsins Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 11:00 Tæknilegasta hljómsveit landsins ásamt umboðsmanninu. Fréttablaðið/Daníel „Ég held að við séum alveg örugglega tæknilegasta hljómsveit landsins,“ segir Viðar Jónsson, stofnandi hljómsveitarinnar Þryðjy Kossynn! sem samanstendur af tæknimönnum Þjóðleikhússins. Tæknimennirnir Axel Cortes, Halldór Snær Bjarnason og Kristinn Gauti Einarsson ásamt Viðari mynda hljómsveitina sem hefur verið starfandi í tvö ár en þeir leika og syngja fjölbreytta tónlist á fimm tungumálum. „Sveitin var stofnuð í einhverju flippi en við syngjum lög á íslensku, ensku, spænsku, þýsku og dönsku,“ bætir Viðar við. Þessir lykilstarfsmenn Þjóðleikhússins njóta aðstoðar ýmissa gestasöngvara sem margir hverjir eru þjóðþekktir og jafnvel heimsþekktir. „Ólafía Hrönn er fastur gestasöngvari hjá okkur en hún er einnig umboðsmaður okkar. Það er öllum starfsmönnum Þjóðleikhússins boðið að ganga í hljómsveitina en við erum samt fjórir sem myndum þennan kjarna,“ útskýrir Viðar. Þryðjy Kossynn! kemur fram á hljómleikum á Café Rosenberg á laugardag og hefjast þeir klukkan 22. „Með okkur koma fram heimsþekktir einstaklingar sem ég get því miður ekki nafngreint,“ bætir Viðar við að lokum. Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég held að við séum alveg örugglega tæknilegasta hljómsveit landsins,“ segir Viðar Jónsson, stofnandi hljómsveitarinnar Þryðjy Kossynn! sem samanstendur af tæknimönnum Þjóðleikhússins. Tæknimennirnir Axel Cortes, Halldór Snær Bjarnason og Kristinn Gauti Einarsson ásamt Viðari mynda hljómsveitina sem hefur verið starfandi í tvö ár en þeir leika og syngja fjölbreytta tónlist á fimm tungumálum. „Sveitin var stofnuð í einhverju flippi en við syngjum lög á íslensku, ensku, spænsku, þýsku og dönsku,“ bætir Viðar við. Þessir lykilstarfsmenn Þjóðleikhússins njóta aðstoðar ýmissa gestasöngvara sem margir hverjir eru þjóðþekktir og jafnvel heimsþekktir. „Ólafía Hrönn er fastur gestasöngvari hjá okkur en hún er einnig umboðsmaður okkar. Það er öllum starfsmönnum Þjóðleikhússins boðið að ganga í hljómsveitina en við erum samt fjórir sem myndum þennan kjarna,“ útskýrir Viðar. Þryðjy Kossynn! kemur fram á hljómleikum á Café Rosenberg á laugardag og hefjast þeir klukkan 22. „Með okkur koma fram heimsþekktir einstaklingar sem ég get því miður ekki nafngreint,“ bætir Viðar við að lokum.
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira