Fæ að gera það sem ég hef gaman af Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2013 11:00 Hér er Rúna við refilsaumsveggteppi sem Anna Höskuldsdóttir saumaði að beiðni Íslensks heimilisiðnaðar, eftir teikningu Rúnu. Fréttablaðið/Pjetur Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu á morgun, laugardag í Hafnarborg, sem nefnist Dvalið hjá djúpu vatni. Þar eru verk frá fjölbreyttum listferli hennar sem nær allt aftur til ársins 1947, og enn er hún að, áttatíu og sjö ára að aldri. Vasar, veggplattar, mósaíkborð, myndverk og borðbúnaður er meðal þess sem getur að líta á sýningunni. Þar er fylgt 66 ára listferli hennar til dagsins í dag, því hún er hvergi nærri hætt þótt æviárin nálgist 90. Mjúkar línur eru áberandi í mynstrum hennar, kvenfígúrur, fiskar, fuglar og óræð form. Rúna lauk prófi árið 1945 frá Handíða-og myndlistarskólanum og ári síðar hélt hún ásamt manni sínum, Gesti Þorgrímssyni, til Kaupmannahafnar þar sem bæði hófu nám við Konunglegu listaakademíuna, hún í málaralist og hann í myndmótun. Þau voru alla tíð samhent og hófu ferilinn á að stofna fyrirtækið Laugarnesleir.Eitt verkanna á sýningunni Málað með acryl á steinleirsflísar.Rúna lýsir því ævintýri þar sem við röltum um sýninguna hennar og byrjum hjá litlum leirskúlptúrum og vösum. „Þegar við Gestur komum heim frá Kaupmannahöfn brutum við heilann um á hverju við ættum að lifa. Leirlist var mikið á uppleið þá, við fylltumst fítonskrafti og fórum að framleiða muni úr íslenskum rauðleir sem við grófum upp. Gestur byggði ofn þar sem við brenndum leirmuni og seldum í blómabúð og úra- og skartgripaverslun. Við héldum sýningu 1950 og seldum þar allt sem við höfðum gert. Svo breyttust tímarnir og farið var að flytja mikið inn af dóti. Þá versnuðu möguleikar okkar og við hvíldum leirinn en tókum aftur upp þráðinn sextán árum seinna.“ Eitt af því sem liggur eftir Rúnu eru þjóðhátíðarplattar sem seldir voru fyrir 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Þeir voru unnir í danska postulínsfyrirtækinu Bing og Gröndal. Því komst fólk þar á snoðir um hæfileika hennar og hún teiknaði fyrir Bing og Gröndal í nokkur ár. Í Hafnarborg eru bakkar, plattar og silkiprentaðar myndir úr þeirri framleiðslu. Síðustu verk Rúnu gefa öðrum ekkert eftir. Þau eru að mestu unnin á japanskan pappír og enn er hún að gera tilraunir bæði með myndmál og aðferðir. Þegar undrast er hversu ungleg hún sé í útliti og hugsun stendur ekki á skýringunni: „Það er af því að ég hef alla ævi fengið að gera það sem ég hef gaman af.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, opnar sýningu á morgun, laugardag í Hafnarborg, sem nefnist Dvalið hjá djúpu vatni. Þar eru verk frá fjölbreyttum listferli hennar sem nær allt aftur til ársins 1947, og enn er hún að, áttatíu og sjö ára að aldri. Vasar, veggplattar, mósaíkborð, myndverk og borðbúnaður er meðal þess sem getur að líta á sýningunni. Þar er fylgt 66 ára listferli hennar til dagsins í dag, því hún er hvergi nærri hætt þótt æviárin nálgist 90. Mjúkar línur eru áberandi í mynstrum hennar, kvenfígúrur, fiskar, fuglar og óræð form. Rúna lauk prófi árið 1945 frá Handíða-og myndlistarskólanum og ári síðar hélt hún ásamt manni sínum, Gesti Þorgrímssyni, til Kaupmannahafnar þar sem bæði hófu nám við Konunglegu listaakademíuna, hún í málaralist og hann í myndmótun. Þau voru alla tíð samhent og hófu ferilinn á að stofna fyrirtækið Laugarnesleir.Eitt verkanna á sýningunni Málað með acryl á steinleirsflísar.Rúna lýsir því ævintýri þar sem við röltum um sýninguna hennar og byrjum hjá litlum leirskúlptúrum og vösum. „Þegar við Gestur komum heim frá Kaupmannahöfn brutum við heilann um á hverju við ættum að lifa. Leirlist var mikið á uppleið þá, við fylltumst fítonskrafti og fórum að framleiða muni úr íslenskum rauðleir sem við grófum upp. Gestur byggði ofn þar sem við brenndum leirmuni og seldum í blómabúð og úra- og skartgripaverslun. Við héldum sýningu 1950 og seldum þar allt sem við höfðum gert. Svo breyttust tímarnir og farið var að flytja mikið inn af dóti. Þá versnuðu möguleikar okkar og við hvíldum leirinn en tókum aftur upp þráðinn sextán árum seinna.“ Eitt af því sem liggur eftir Rúnu eru þjóðhátíðarplattar sem seldir voru fyrir 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974. Þeir voru unnir í danska postulínsfyrirtækinu Bing og Gröndal. Því komst fólk þar á snoðir um hæfileika hennar og hún teiknaði fyrir Bing og Gröndal í nokkur ár. Í Hafnarborg eru bakkar, plattar og silkiprentaðar myndir úr þeirri framleiðslu. Síðustu verk Rúnu gefa öðrum ekkert eftir. Þau eru að mestu unnin á japanskan pappír og enn er hún að gera tilraunir bæði með myndmál og aðferðir. Þegar undrast er hversu ungleg hún sé í útliti og hugsun stendur ekki á skýringunni: „Það er af því að ég hef alla ævi fengið að gera það sem ég hef gaman af.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira