Ekkert stressuð fyrir hönd barnanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 11:00 Þórdís segist ekki sjá neina ástæðu til að niðursjóða veruleikann þegar hún skrifar fyrir börn. Fréttablaðið/Vilhelm Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju. "Í fyrri bókinni voru Randalín og Mundi á flandri um miðborg Reykjavíkur en í þessari bók fara þau í útjaðar höfuðborgarsvæðisins þar sem þau kynnast ýmsum skrítnum og skemmtilegum nágrönnum og hitta mýs og fugla og alls konar pöddur,“ segir Þórdís spurð um sögusvið bókarinnar. Eitt af því sem sjokkeraði fullorðna lesendur í fyrra voru reykingar Randalínar, er hún hætt? „Já, Randalín náði árangri í baráttunni við tóbaksfíknina,“ segir Þórdís og hlær. „Hún er alveg hætt að reykja en hún er alveg jafn matvönd og þykist vera með ofnæmi fyrir hinu og þessu.“ Þú varst svolítið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu barnvæn í lýsingum í fyrri bókinni, ekki satt? „Jú, ég var gagnrýnd fyrir að vera með fullorðinsbrandara í barnabók, en ég held samt að fleirum hafi þótt það skemmtilegt en ámælisvert. Ég var líka ánægð með það að úr tveimur ólíkum áttum fékk ég þau ummæli að þetta væri svolítið eins og Ole Lund Kirkegaard, fólk þyrfti að vera alveg á tánum því það vissi aldrei hvað kæmi næst. Einhverjir voru dálítið að súpa hveljur, en í þessari bók er allavega ekkert dónalegt ljóð og engar reykingar.“ Þarf eitthvað að vera að niðursjóða raunveruleikann ofan í börn? „Nei, mér finnst það nefnilega ekki. Ég varð mjög hissa þegar það fór fyrir brjóstið á fólki að ég léti þau fara heim með karlkyns nágranna sem bauðst til að spila fyrir þau á gítar og sýna þeim snákinn sinn í fyrri bókinni. Ég er orðin dálítið þreytt á þessum hræðsluáróðri að börn megi helst ekki tala við fullorðna. Ég læt Randalín og Munda bara umgangast alls konar fólk án þess að vera neitt hrædd við það.“ Þannig að þér finnst börn vera vernduð of mikið fyrir raunveruleikanum? „Já, eiginlega. Ég er allavega ekkert stressuð fyrir hönd barna. Heimurinn er hræðilegur og við erum öll dauðvona og það þýðir ekkert alltaf að pakka því inn í bómull. Í nýju bókinni deyr gömul kona, vinkona þeirra Randalínar og Munda, og þannig er það bara. Það lenda allir í því einhvern tíma að einhver sem þeim þykir vænt um deyr og börn gera sér alveg grein fyrir því. Mér finnst allt þetta tilfinningaklám í kringum dauðann miklu verra. Börn þola miklu meira en við höldum og þurfa að takast á við sömu hluti og aðrir, þótt maður auðvitað passi betur hvað maður segir við þau en fullorðna. Mér finnst börn og fullorðnir nefnilega alls ekki eins ólík og fólk virðist halda. Börn eru líka vitsmunaverur og hugsandi manneskjur. Bara ekki eins rúðustrikuð og plebbaleg og fullorðið fólk.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Randalín og Mundi í Leynilundi eftir Þórdísi Gísladóttur er sjálfstætt framhald bókarinnar Randalín og Mundi sem kom út í fyrra. Sumir supu hveljur yfir ýmsu í þeirri bók en Þórdís segist ekki eiga von á að neinn sjokkerist yfir þessari nýju. "Í fyrri bókinni voru Randalín og Mundi á flandri um miðborg Reykjavíkur en í þessari bók fara þau í útjaðar höfuðborgarsvæðisins þar sem þau kynnast ýmsum skrítnum og skemmtilegum nágrönnum og hitta mýs og fugla og alls konar pöddur,“ segir Þórdís spurð um sögusvið bókarinnar. Eitt af því sem sjokkeraði fullorðna lesendur í fyrra voru reykingar Randalínar, er hún hætt? „Já, Randalín náði árangri í baráttunni við tóbaksfíknina,“ segir Þórdís og hlær. „Hún er alveg hætt að reykja en hún er alveg jafn matvönd og þykist vera með ofnæmi fyrir hinu og þessu.“ Þú varst svolítið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu barnvæn í lýsingum í fyrri bókinni, ekki satt? „Jú, ég var gagnrýnd fyrir að vera með fullorðinsbrandara í barnabók, en ég held samt að fleirum hafi þótt það skemmtilegt en ámælisvert. Ég var líka ánægð með það að úr tveimur ólíkum áttum fékk ég þau ummæli að þetta væri svolítið eins og Ole Lund Kirkegaard, fólk þyrfti að vera alveg á tánum því það vissi aldrei hvað kæmi næst. Einhverjir voru dálítið að súpa hveljur, en í þessari bók er allavega ekkert dónalegt ljóð og engar reykingar.“ Þarf eitthvað að vera að niðursjóða raunveruleikann ofan í börn? „Nei, mér finnst það nefnilega ekki. Ég varð mjög hissa þegar það fór fyrir brjóstið á fólki að ég léti þau fara heim með karlkyns nágranna sem bauðst til að spila fyrir þau á gítar og sýna þeim snákinn sinn í fyrri bókinni. Ég er orðin dálítið þreytt á þessum hræðsluáróðri að börn megi helst ekki tala við fullorðna. Ég læt Randalín og Munda bara umgangast alls konar fólk án þess að vera neitt hrædd við það.“ Þannig að þér finnst börn vera vernduð of mikið fyrir raunveruleikanum? „Já, eiginlega. Ég er allavega ekkert stressuð fyrir hönd barna. Heimurinn er hræðilegur og við erum öll dauðvona og það þýðir ekkert alltaf að pakka því inn í bómull. Í nýju bókinni deyr gömul kona, vinkona þeirra Randalínar og Munda, og þannig er það bara. Það lenda allir í því einhvern tíma að einhver sem þeim þykir vænt um deyr og börn gera sér alveg grein fyrir því. Mér finnst allt þetta tilfinningaklám í kringum dauðann miklu verra. Börn þola miklu meira en við höldum og þurfa að takast á við sömu hluti og aðrir, þótt maður auðvitað passi betur hvað maður segir við þau en fullorðna. Mér finnst börn og fullorðnir nefnilega alls ekki eins ólík og fólk virðist halda. Börn eru líka vitsmunaverur og hugsandi manneskjur. Bara ekki eins rúðustrikuð og plebbaleg og fullorðið fólk.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira