Uppselt á sjö mínútum Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 08:00 Stefán Hilmarsson „Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is. Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Miðasala hófst á föstudaginn klukkan 12.00 og klukkan 12.07 var orðið uppselt,“ segir Stefán Hilmarsson tónlistarmaður, sem býður upp á jólatónleika í Salnum í Kópavogi föstudagskvöldið 20. desember. „Ásókn var satt að segja miklu meiri en gert var ráð fyrir og því ákváðum við sem snöggvast að bæta við einum aukatónleikum daginn eftir,“ bætir Stefán við, en aðeins eru örfáir miðar eftir á aukatónleikana. Á tónleikunum verða flutt lög af jólaplötu Stefáns sem ber titilinn Ein handa þér, sem kom út fyrir fimm árum, í bland við sérvalin stemmnings- og hátíðarlög. Auk þess munu þar hljóma eitt til tvö lög af nýrri jólaplötu sem Stefán hefur haft í hægum smíðum undanfarin misseri. Mörg þessara laga hefur hann ekki sungið opinberlega fyrr, því þegar Ein handa þér kom út á sínum tíma gafst ekki tími til tónleikahalds sökum anna á öðrum vígstöðvum. „Þetta eru fyrstu svona formlegu jólatónleikarnir sem ég held,“ segir Stefán en honum til fulltingis verða valinkunnir spilarar auk þess sem nokkrir leynigestir láta sjá sig á tónleikunum. Framundan eru einnig Viðhafnartónleikar Sálarinnar sem fram fara í Hörpu næsta laugardagskvöld. Seldist upp á tónleikana á fyrsta degi og var því aukatónleikum bætt við. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira