Birgi dreymir um að komast á PGA-mótaröðina Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Farinn til Bandaríkjanna. Birgir Leifur Hafþórsson heldur ótrauður áfram þrátt fyrir vonbrigði gærdagsins. fréttablaðið/stefán „Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði. Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
„Þetta er vissulega mjög súrt og töluverð vonbrigði,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson sem lauk í gær keppni á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en leikið var í Tarragona á Spáni. Birgir Leifur lék aðeins eina holu í gær en fresta varð keppni á þriðjudaginn vegna veðurs og þá átti Birgir aðeins eftir að leika eina holu á lokahringnum. Samtals fór kylfingurinn hringina fjóra á þremur höggum undir pari og vantaði aðeins eitt högg til að komast í bráðabana um laust sæti á lokastigi úrtökumótsins fyrir hina vinsælu Evrópumótaröð. „Það var nokkuð skrýtið að spila bara eina holu í dag og klára hringinn á tveimur dögum. Veðrið í dag var alltof gott og alls ekki mér í hag þar sem ég átti aðeins eina holu eftir. Ég lék síðasta hringinn í raun í virkilega slæmu veðri. Aðrir kylfingar fengu þar af leiðandi ákveðið forskot á mig í dag. Ég hefði haft mun meiri möguleika ef allir hefðu klárað síðasta hringinn við þessar aðstæður sem voru á þriðjudaginn.“ Birgir lék hringina fjóra á 281 höggi og hefði hann fengið fleiri holur við betri aðstæður í gær er spurning hvort Íslendingurinn hefði unnið upp eitt til tvö högg sem upp á vantaði. „Spilamennska mín var nokkuð stöðug á þessu móti en mér fannst ég samt sem áður alltaf skilja eftir tvö til þrjú högg á hverjum hring. Ég átti aðeins of mikið inni að mínu mati. Það má svo lítið út af bera í svona mótum. Það eru allir svo jafnir og lítið pláss fyrir mistök.“ Núna er förinni heitið til Bandaríkjanna þar sem kylfingurinn mun reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir Web.com-mótaröðina. „Ég er kominn á annað stig af þremur í þeirri forkeppni og mun taka þátt í móti í lok nóvember. Bandaríkjamenn hafa lagt niður öll úrtökumót fyrir PGA-mótaröðina og eru með aðra stóra mótaröð sem kallast Web.com-mótaröðin. Góður árangur á þeirri mótaröð gæti komið manni að lokum í PGA-mótaröðina og það er auðvitað það sem alla kylfinga dreymir um. Web.com er svakalega flott mótaröð sem er leikin útum allt í Bandaríkjunum og suður til Suður-Ameríku. Það eru miklir peningar á þessum mótum og góður stökkpallur fyrir mann.“ Birgir Leifur er mjög bjartsýnn á framhaldið og telur að stöðugur leikur sé lykillinn að góðum árangri. Leikur Íslendingsins hefur verið mjög stöðugur undanfarna mánuði.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira