Góð bók yfirstígur höfundinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. nóvember 2013 11:00 Jón Kalman segir það þjóðaríþrótt Íslendinga að reyna að finna fyrirmyndir skáldsagnapersóna. .Fréttablaðið/Daníel Fiskarnir hafa enga fætur er ættarsaga og sögusviðin eru Keflavík nútímans og Norðfjörður fortíðarinnar. Jón er fæddur í Reykjavík og bjó þar til 12 ára aldurs og því vaknar sú spurning hvers vegna hann velji yfirleitt landsbyggðina sem sögusvið bóka sinna. „Frá því ég var sex ára var ég alltaf í sveit á sumrin, fyrst norður á Ströndum og síðan í Dölunum, þannig að ég var kominn yfir tvítugt þegar ég kynntist sumri í borg eða bæ, kannski það sé hluti af skýringunni. Reyndar kemur flís af Reykjavík fyrir í tveimur eða þremur bókum en einhvern veginn hefur það atvikast þannig að hún hefur aldrei verið útgangspunktur.“Er ekki AriNú eru það Norðfjörður og Keflavík, liggja rætur þínar þar? „Ég fluttist til Keflavíkur þegar ég var tólf ára og bjó þar í tíu ár svo einhver áhrif hefur það haft. Ég þekki Norðfjörð svo sem ekki neitt sérstaklega vel en föðurættin mín er þaðan. Einhvern veginn verður maður að ramma inn það sem maður er að skrifa og þá finnst mér oft ágætt að notast við ytri staðreyndir. Þegar maður byrjar að skrifa tekur hins vegar skáldskapurinn yfir, ákveðin lögmál byrja að malla og merja mann undir sig þannig að þó hægt sé að bera ytri staðreyndir í þessari bók saman við mína ævi þá er ég ekki Ari, söguhetjan í bókinni.“En hinn dularfulli sögumaður, er hann þú? „Ja, ég skrifa þetta og auðvitað er eitthvað af manni sjálfum í öllum bókum manns en ég hef aldrei haft áhuga á því að velta fyrir mér hversu mikið af mér er í hverri persónu. Góðar bækur yfirstíga alltaf höfundinn. Góð skáldsaga er yfirleitt bæði dýpri og vitrari en höfundur hennar. Það fallega við skáldskapinn og það sem dregur okkur að honum er að það er eitthvað í honum sem við skiljum ekki alveg.“Verður að brenna Jón Kalman segist sumpart líta á bækur sínar sem tónverk og hann heyri það þegar ekki sé pláss fyrir fleiri tóna. Spurður hvort hann sé tónlistarmaður segist hann því miður gersneyddur öllum hæfileikum hvað tónlist varðar, nema hæfileikanum til að njóta hennar. Hann verði því að láta orðin nægja til að semja sín tónverk. „Það er búið að vera að skrifa nútímaskáldsöguna ansi lengi og afraksturinn er nokkur hundruð þúsund eða milljónir skáldsagna. Þess vegna er maður alltaf að velta fyrir sér, meðvitað eða ómeðvitað, hvaða leið eigi að fara og hvernig maður geti bætt við þetta óhemjumagn sem þegar er til. Ég vil og mér finnst að höfundar eigi stöðugt að finna fyrir þessari þörf til að bæta einhverju við. Ekki skrifa bara til að skrifa heldur til að gera eitthvað nýtt, stækka heiminn. Maður verður að brenna og vilja umbylta heiminum. Það þarf stöðugt að vera að takast á við sjálft formið, án þess þó að þetta séu einhverjar formtilraunir. Verður að vera meðvitaður um að ef formið er ekki stöðugt í þróun þá deyr það. Það þýðir ekkert að skrifa núna eins og var skrifað 1980, hvað þá þar á undan.“Rímar ekki við allaÞú ert orðinn svo pólitískur, það er alveg nýr tónn hjá þér í þessari bók. „Ég vona það. Það versta og dapurlegasta sem getur hent nokkra manneskju, hvað þá listamann, er að staðna. Þá byrjar maður að deyja. Hvað sem listamaðurinn er að gera verður hann stöðugt að reyna að komast að einhverju nýju og ögra sjálfum sér. Það tekst ekki alltaf en ef maður reynir þá er meiri möguleiki á að það takist. Ég hef reyndar alltaf öðru hvoru skrifað um einhver efni sem eru pólitísk, umhverfismál og fleira. Stundum brennur eitthvað svo mikið á mér að ég get ekki unnið og þá bara verð ég að skrifa um það og koma því frá mér.“Finnst þér það vera hlutverk rithöfunda að láta til sín taka í þjóðmálunum? „Nei, það hvarflar ekki að mér að ætlast til þess af höfundum að þeir taki þátt í umræðunni, það rímar ekki við alla. En rithöfundar hafa vald á orðum og kunna að beita þeim þannig að það er ágætt ef þeir nýtast í þeirri baráttu, þeir geta víkkað umræðuna, komið með óvænt sjónarhorn. Það fyrsta sem ég skrifaði opinberlega var reyndar grein í Víkurfréttum þegar nýr eigandi vildi breyta nafni skemmtistaðarins KK í Keflavík í Starlight. Ég skrifaði gegn þeirri hugmynd og það var það fyrsta sem sást eftir mig á prenti. Þá var ég um tvítugt en fyrsta ljóðabókin mín kom ekki út fyrr en ég var 25 ára.“Skildi ekki heiminnÞú varst sem sagt ekki alltaf ákveðinn í því að verða skáld? „Nei, þegar ég kláraði skólaskylduna vissi ég ekkert hvað ég vildi verða. Skildi ekki alveg heiminn og sjálfan mig í heiminum og fór bara að vinna í fiski og í sláturhúsi vestur í Dölum á haustin í þrjú ár.“Þannig að Ari er ansi nálægt þér? „Ytri aðstæður hans, já. Þegar maður er að skrifa um eitthvað sem er nálægt manni í umhverfi eða aðstæðum er fólk svo duglegt að koma auga á það sem passar en að sama skapi duglegt við að leiða það hjá sér sem ekki stemmir. Það er þjóðaríþrótt á Íslandi að reyna að finna fyrirmyndir skáldsagnapersóna og getur verið skemmtilegt en það er mjög villandi vægast sagt.“Efast alltafÞríleikurinn sem byrjaði með Himnaríki og helvíti og endaði með Hjarta mannsins hefur notið fádæma velgengni, er ekkert ógnvekjandi að senda frá sér allt öðruvísi bók, óttastu ekkert viðbrögð lesenda? „Nei, það held ég ekki, og þá kannski vegna þess að ég hugsa lítið um mín fyrri verk, þau eru að baki og tilheyra öðrum, en auðvitað er ég glaður og þakklátur fyrir að bækurnar mínar skuli ganga vel, það gerir líf manns gleðiríkara. En þegar ég er að byrja á nýrri bók hugsa ég aldrei um fyrri bækur og hef strangt til tekið lítinn áhuga á þeim. Einbeitingin er alltaf öll við það sem ég er að vinna þá stundina og það er það eina sem skiptir máli. Hrós eða verðlaun og slíkt hjálpar ekkert og skiptir mann engu á meðan verið er að skrifa. Maður er alltaf jafn fullur vanmáttar og um leið jafn ákafur og alltaf jafn vongóður um að manni takist að gera eitthvað nýtt en um leið með stöðugar efasemdir. Ég held það sé nauðsynlegt að vera vongóður og fullur af krafti en um leið fullur efasemda.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fiskarnir hafa enga fætur er ættarsaga og sögusviðin eru Keflavík nútímans og Norðfjörður fortíðarinnar. Jón er fæddur í Reykjavík og bjó þar til 12 ára aldurs og því vaknar sú spurning hvers vegna hann velji yfirleitt landsbyggðina sem sögusvið bóka sinna. „Frá því ég var sex ára var ég alltaf í sveit á sumrin, fyrst norður á Ströndum og síðan í Dölunum, þannig að ég var kominn yfir tvítugt þegar ég kynntist sumri í borg eða bæ, kannski það sé hluti af skýringunni. Reyndar kemur flís af Reykjavík fyrir í tveimur eða þremur bókum en einhvern veginn hefur það atvikast þannig að hún hefur aldrei verið útgangspunktur.“Er ekki AriNú eru það Norðfjörður og Keflavík, liggja rætur þínar þar? „Ég fluttist til Keflavíkur þegar ég var tólf ára og bjó þar í tíu ár svo einhver áhrif hefur það haft. Ég þekki Norðfjörð svo sem ekki neitt sérstaklega vel en föðurættin mín er þaðan. Einhvern veginn verður maður að ramma inn það sem maður er að skrifa og þá finnst mér oft ágætt að notast við ytri staðreyndir. Þegar maður byrjar að skrifa tekur hins vegar skáldskapurinn yfir, ákveðin lögmál byrja að malla og merja mann undir sig þannig að þó hægt sé að bera ytri staðreyndir í þessari bók saman við mína ævi þá er ég ekki Ari, söguhetjan í bókinni.“En hinn dularfulli sögumaður, er hann þú? „Ja, ég skrifa þetta og auðvitað er eitthvað af manni sjálfum í öllum bókum manns en ég hef aldrei haft áhuga á því að velta fyrir mér hversu mikið af mér er í hverri persónu. Góðar bækur yfirstíga alltaf höfundinn. Góð skáldsaga er yfirleitt bæði dýpri og vitrari en höfundur hennar. Það fallega við skáldskapinn og það sem dregur okkur að honum er að það er eitthvað í honum sem við skiljum ekki alveg.“Verður að brenna Jón Kalman segist sumpart líta á bækur sínar sem tónverk og hann heyri það þegar ekki sé pláss fyrir fleiri tóna. Spurður hvort hann sé tónlistarmaður segist hann því miður gersneyddur öllum hæfileikum hvað tónlist varðar, nema hæfileikanum til að njóta hennar. Hann verði því að láta orðin nægja til að semja sín tónverk. „Það er búið að vera að skrifa nútímaskáldsöguna ansi lengi og afraksturinn er nokkur hundruð þúsund eða milljónir skáldsagna. Þess vegna er maður alltaf að velta fyrir sér, meðvitað eða ómeðvitað, hvaða leið eigi að fara og hvernig maður geti bætt við þetta óhemjumagn sem þegar er til. Ég vil og mér finnst að höfundar eigi stöðugt að finna fyrir þessari þörf til að bæta einhverju við. Ekki skrifa bara til að skrifa heldur til að gera eitthvað nýtt, stækka heiminn. Maður verður að brenna og vilja umbylta heiminum. Það þarf stöðugt að vera að takast á við sjálft formið, án þess þó að þetta séu einhverjar formtilraunir. Verður að vera meðvitaður um að ef formið er ekki stöðugt í þróun þá deyr það. Það þýðir ekkert að skrifa núna eins og var skrifað 1980, hvað þá þar á undan.“Rímar ekki við allaÞú ert orðinn svo pólitískur, það er alveg nýr tónn hjá þér í þessari bók. „Ég vona það. Það versta og dapurlegasta sem getur hent nokkra manneskju, hvað þá listamann, er að staðna. Þá byrjar maður að deyja. Hvað sem listamaðurinn er að gera verður hann stöðugt að reyna að komast að einhverju nýju og ögra sjálfum sér. Það tekst ekki alltaf en ef maður reynir þá er meiri möguleiki á að það takist. Ég hef reyndar alltaf öðru hvoru skrifað um einhver efni sem eru pólitísk, umhverfismál og fleira. Stundum brennur eitthvað svo mikið á mér að ég get ekki unnið og þá bara verð ég að skrifa um það og koma því frá mér.“Finnst þér það vera hlutverk rithöfunda að láta til sín taka í þjóðmálunum? „Nei, það hvarflar ekki að mér að ætlast til þess af höfundum að þeir taki þátt í umræðunni, það rímar ekki við alla. En rithöfundar hafa vald á orðum og kunna að beita þeim þannig að það er ágætt ef þeir nýtast í þeirri baráttu, þeir geta víkkað umræðuna, komið með óvænt sjónarhorn. Það fyrsta sem ég skrifaði opinberlega var reyndar grein í Víkurfréttum þegar nýr eigandi vildi breyta nafni skemmtistaðarins KK í Keflavík í Starlight. Ég skrifaði gegn þeirri hugmynd og það var það fyrsta sem sást eftir mig á prenti. Þá var ég um tvítugt en fyrsta ljóðabókin mín kom ekki út fyrr en ég var 25 ára.“Skildi ekki heiminnÞú varst sem sagt ekki alltaf ákveðinn í því að verða skáld? „Nei, þegar ég kláraði skólaskylduna vissi ég ekkert hvað ég vildi verða. Skildi ekki alveg heiminn og sjálfan mig í heiminum og fór bara að vinna í fiski og í sláturhúsi vestur í Dölum á haustin í þrjú ár.“Þannig að Ari er ansi nálægt þér? „Ytri aðstæður hans, já. Þegar maður er að skrifa um eitthvað sem er nálægt manni í umhverfi eða aðstæðum er fólk svo duglegt að koma auga á það sem passar en að sama skapi duglegt við að leiða það hjá sér sem ekki stemmir. Það er þjóðaríþrótt á Íslandi að reyna að finna fyrirmyndir skáldsagnapersóna og getur verið skemmtilegt en það er mjög villandi vægast sagt.“Efast alltafÞríleikurinn sem byrjaði með Himnaríki og helvíti og endaði með Hjarta mannsins hefur notið fádæma velgengni, er ekkert ógnvekjandi að senda frá sér allt öðruvísi bók, óttastu ekkert viðbrögð lesenda? „Nei, það held ég ekki, og þá kannski vegna þess að ég hugsa lítið um mín fyrri verk, þau eru að baki og tilheyra öðrum, en auðvitað er ég glaður og þakklátur fyrir að bækurnar mínar skuli ganga vel, það gerir líf manns gleðiríkara. En þegar ég er að byrja á nýrri bók hugsa ég aldrei um fyrri bækur og hef strangt til tekið lítinn áhuga á þeim. Einbeitingin er alltaf öll við það sem ég er að vinna þá stundina og það er það eina sem skiptir máli. Hrós eða verðlaun og slíkt hjálpar ekkert og skiptir mann engu á meðan verið er að skrifa. Maður er alltaf jafn fullur vanmáttar og um leið jafn ákafur og alltaf jafn vongóður um að manni takist að gera eitthvað nýtt en um leið með stöðugar efasemdir. Ég held það sé nauðsynlegt að vera vongóður og fullur af krafti en um leið fullur efasemda.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira