Quiz Up vinsælast í 30 löndum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Skrifstofa Plain Vanilla. Starfsfólk undirbýr aukið álag á netþjóna eftir velgengni QuizUp. fréttablaðið/daníel „Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“ Leikjavísir Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
„Við vorum með mjög miklar væntingar, en þetta fór gjörsamlega fram úr öllu sem okkur hafði órað fyrir,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri fyrirtækisins Plain Vanilla, sem er framleiðandi leiksins Quiz Up sem er nú einn vinsælasti tölvuleikur í appformi í heiminum í dag. Leikurinn var gefinn út klukkan tólf á hádegi á fimmtudag, í því 131 landi sem hafa aðgang að vefverslun Apple. Að meðaltali hafa 120 þúsund manns halað leiknum niður dag hvern síðan hann kom út. Leikurinn er vinsælasti spurningaleikurinn í vefverslun Apple í 30 löndum og vinsælasta fræðsluforritið í 16 löndum. Að sögn Þorsteins var megináherslan þó strax sett á Bandaríkjamarkað. „Langmesta samkeppnin á smáforritamarkaðnum er í flokki ókeypis smáforrita í Bandaríkjunum. Á þann markað koma um þúsund ný forrit dag hvern. Við leggjum mesta áherslu á þann markað.“ Strax á fyrsta degi komst Quiz Up í 26. sæti í þeim flokki. Á föstudeginum tók leikurinn svo risastökk upp á við og varð fjórða vinsælasta ókeypis smáforrit á Bandaríkjamarkaði. Síðan þá hefur leikurinn farið upp um eitt sæti og er nú í þriðja sæti. Sólarhringsvakt hefur verið hjá Plain Vanilla síðan leikurinn fór á markað. „Við erum búnir að vera meira og minna í vinnunni. Tímamismunurinn á Íslandi og Bandaríkjunum gerir það að verkum að við þurfum að vera á staðnum og vakta hlutina. En þetta er svo spennandi. Við gerum þetta með bros á vör,“ segir Þorsteinn. Hann segir helgina hafa verið hreint ótrúlega og sett hlutina í nýtt samhengi. „Þetta er auðvitað algjört ævintýri. Nú vita allir hverjir við erum í Bandaríkjunum. Það er svolítið sérstakt.“
Leikjavísir Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira