Dansverkið Coming Up valið á Aerowaves Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 11:00 Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014. Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014.
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira