Tónleikar til heiðurs Britten hundrað ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 14:00 "Tónleikarnir snúast dálítið um samstarf þeirra tveggja, Brittens og ljóðskáldsins W.H. Audens, en Auden kom tvívegis til Íslands og heillaðist af landinu,“ segir Hlín. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira