Íslensk raftónlist ómar í Berlín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Pan er hér til vinstri en hann kemur fram ásamt föður sínum, Óskari Thorarensen, til hægri. Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög