Íslensk raftónlist ómar í Berlín Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 11:00 Pan er hér til vinstri en hann kemur fram ásamt föður sínum, Óskari Thorarensen, til hægri. Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015. Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival verður haldin í Berlín á næsta ári, en undanfarin fjögur ár hefur hún verið haldin í félagsheimilinu á Hellissandi. Í tengslum við hátíðina verða haldnir tónleikar í kvöld á skemmtistaðnum Urban Spree í miðbæ Berlínarborgar og munu íslenskir tónlistarmenn koma fram. „Til okkar koma Stereo Hypnosis og Futuregrapher. Þetta verður örugglega magnað kvöld, flottir tónlistarmenn og góður skemmtistaður sem er afar vinsæll á meðal listafólks hér í Berlín,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar. Pan segir að hugmyndin um að færa hátíðina út fyrir landsteinana hafi kviknað í fyrra. „Við erum búin að vera á Hellissandi í fjögur ár og okkur langaði að halda upp á fimm ára afmælið með sérstökum hætti. Okkur langaði að kynna íslenska raftónlist í útlöndum og koma á samböndum milli íslenskra og erlendra raftónlistarmanna,“ segir Pan. Hann segir að ákvörðunin hafi vakið athygli á meðal fastagesta. „Einhverjir voru svekktir yfir að komast ekki á hátíðina, en allir sýndu þessu skilning. Ég hef heyrt af miklum áhuga fólks heima að koma út til Berlínar þegar hátíðin verður haldin í júlí á næsta ári.“ Auk þess að halda tónleika í kvöld mun Pan standa fyrir tónleikum í Berlín í janúar, mars og maí. Sem verða liður í kynningu fram að hátíðinni. Hátíðin verður svo aftur haldin á Hellissandi 2015.
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira