Sveitin Celsíus gefur út 35 ára týnda plötu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Hljómsveitin Celsíus var skipuð einvalaliði söngvara. Hún var fyrsta samstarfsverkefni Jóhanns Helgasonar og Helgu Möller.Fréttablaðið/Daníel Rúnarsson Jóhann Helgason og félagar hans í hljómsveitinni Celsíus hyggjast gefa út plötu í desember sem var tekin upp fyrir rúmum 35 árum. Platan týndist í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði en fannst í Sýrlandi tveimur áratugum síðar. „Ég rakst á gömlu upptökurnar okkar fyrir algjöra tilviljun. Þær týndust upp úr 1978 og ég fann þær tuttugu árum síðar. Við höfum ætlað að koma þessu efni út og stefnum á að gera það í desember,“ segir Jóhann Helgason, einn meðlima hljómsveitarinnar. Að sögn hans var sveitin stofnuð 1976 og ári síðar var hann fenginn í sveitina ásamt Helgu Möller. Ásamt Helgu og Jóhanni skipuðu hana þeir Pálmi Gunnarsson, Birgir Hrafnsson, Sigurður Karlsson, Birgir Guðmundsson og Kristján Guðmundsson. „Þeir voru búnir að gera einhver lög þegar við Helga komum inn í sveitina. Við héldum áfram að semja og taka upp og náðum að fylla upp í heila breiðskífu,“ segir Jóhann. En sú breiðskífa kom aldrei út. „Hljómsveitin hætti í lok árs 1977 og meðlimir fóru hver í sína áttina. Platan var tilbúin en kom aldrei út, enda hefðum við líklega ekki fengið mikla spilun,“ segir Jóhann og vísar í reglur Ríkisútvarpsins í þá daga, en þá mátti ekki spila íslensk lög sem voru sungin á ensku eða öðru erlendu tungumáli. „Þá var bara RÚV, engin Rás 2, engar aðrar stöðvar. Spólurnar með upptökunum týndust því við höfðum ekki miklar forsendur til þess að gefa þetta út,“ segir Jóhann. Tvö lög hafa þó komið út með sveitinni á safnskífu. „Við gáfum út lagið Poker sem var sungið af Pálma Gunnarssyni og svo lagið Days Pass Me By sem Helga Möller syngur. Annað efni hefur ekki komið út,“ bætir Jóhann við. Auk útgáfunnar mun hluti sveitarinnar koma saman 30. nóvember næstkomandi á hátíðartónleikum Helgu Möller, sem heldur upp á 40 ára söngafmæli um þessar mundir.Helgason kemur fram með Helgu Möller á hátíðartónleikum hennar 30. nóvember. Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Jóhann Helgason og félagar hans í hljómsveitinni Celsíus hyggjast gefa út plötu í desember sem var tekin upp fyrir rúmum 35 árum. Platan týndist í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði en fannst í Sýrlandi tveimur áratugum síðar. „Ég rakst á gömlu upptökurnar okkar fyrir algjöra tilviljun. Þær týndust upp úr 1978 og ég fann þær tuttugu árum síðar. Við höfum ætlað að koma þessu efni út og stefnum á að gera það í desember,“ segir Jóhann Helgason, einn meðlima hljómsveitarinnar. Að sögn hans var sveitin stofnuð 1976 og ári síðar var hann fenginn í sveitina ásamt Helgu Möller. Ásamt Helgu og Jóhanni skipuðu hana þeir Pálmi Gunnarsson, Birgir Hrafnsson, Sigurður Karlsson, Birgir Guðmundsson og Kristján Guðmundsson. „Þeir voru búnir að gera einhver lög þegar við Helga komum inn í sveitina. Við héldum áfram að semja og taka upp og náðum að fylla upp í heila breiðskífu,“ segir Jóhann. En sú breiðskífa kom aldrei út. „Hljómsveitin hætti í lok árs 1977 og meðlimir fóru hver í sína áttina. Platan var tilbúin en kom aldrei út, enda hefðum við líklega ekki fengið mikla spilun,“ segir Jóhann og vísar í reglur Ríkisútvarpsins í þá daga, en þá mátti ekki spila íslensk lög sem voru sungin á ensku eða öðru erlendu tungumáli. „Þá var bara RÚV, engin Rás 2, engar aðrar stöðvar. Spólurnar með upptökunum týndust því við höfðum ekki miklar forsendur til þess að gefa þetta út,“ segir Jóhann. Tvö lög hafa þó komið út með sveitinni á safnskífu. „Við gáfum út lagið Poker sem var sungið af Pálma Gunnarssyni og svo lagið Days Pass Me By sem Helga Möller syngur. Annað efni hefur ekki komið út,“ bætir Jóhann við. Auk útgáfunnar mun hluti sveitarinnar koma saman 30. nóvember næstkomandi á hátíðartónleikum Helgu Möller, sem heldur upp á 40 ára söngafmæli um þessar mundir.Helgason kemur fram með Helgu Möller á hátíðartónleikum hennar 30. nóvember.
Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira