Eðli rappsins: Að halda því alvöru Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. nóvember 2013 10:43 Gísli Pálmi Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Líklega er það okkur eðlislægt að sveipa fortíð okkar dýrðarljóma. Við eigum meira að segja fallegt orð yfir það: fortíðarþrá. Maður stendur sig oft að því að horfa til baka, rifja upp æskuna og sakna liðinna tíma. Nintendo-tölvuleikir, Turtles-kallar, bækur eftir Sigrúnu Eldjárn. Allt þetta vekur ljúfar minningar. Eitt sinn náði fortíðarþráin svo miklum tökum á mér að ég varð mér úti um Nintendo-tölvu og fór að spila gamla leiki. Ég hefði betur sleppt því. Því leikirnir voru ekki flottir. Og eiginlega hundleiðinlegir. Þetta skemmdi góðar minningar. Aðdáendur rapptónlistar glíma við svipað vandamál. Fortíðarþráin í rappmenningunni er ákaflega sterk. Gjarnan er talað um að „halda því alvöru“. Gamla rappið er þá notað sem viðmið fyrir nýja tónlist sem á að vera úrkynjuð. Að mínu mati er þessi frasi um „alvöru rapp“ þó algjörlega galinn. Sérstaklega þegar hann er tengdur við gamla tíma.Þetta má þó ekki misskilja sem svo að Tupac, Notorious B.I.G. og Wu-Tang séu ekki mikilvægir í sögunni. Og að maður geti ekki haft gaman af gamalli rapptónlist. Þetta snýst einfaldlega um eðli rapptónlistarinnar. Hip-hop-menningin er ögrandi í eðli sínu. Rappið er svipað og pönkið. Snýst um að vera vettvangur æskunnar til að tjá sig. Að þróa þetta listform. Rappið á ekki að vera staðnað, það á einmitt að vera andstaðan við stöðnun. Ferskleikinn knýr rappið áfram. Hér á landi eigum við fulltrúa þessarar nýju kynslóðar. Rapparinn Gísli Pálmi hefur þróað listformið. Hann ögrar, fer sínar eigin leiðir og vekur umtal. Svoleiðis listamenn eru umdeildir. Auðvelt er að mislíka eitthvað sem maður skilur ekki. En þeir sem kafa dýpra, undir yfirborðið, verða ekki sviknir. Rapparar eins og Gísli Pálmi eru eins og flottur Playstation 3-leikur við hliðina á gömlu Nintendo-leikjunum sem eru betur geymdir í minningunni.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög