Vilja gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir 27. nóvember 2013 10:20 Eflum íslenskt tónlistarlíf verður haldin á Hressingarskálanum á fimmtudaginn. Kristján Haraldsson er einn skipuleggjenda. MYND/Úr einkasafni „Við höldum þessa keppni bara af hugsjón,“ segir Kristján Haraldsson, hjá Stúdíó Hljómi, en hann stendur fyrir keppninni Eflum íslenskt tónlistarlíf á fimmtudag klukkan 22.30 á Hressingarskálanum. „Þegar ég var að byrja í músík vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér – þá voru bara stóru hljóðverin starfrækt og hinn kosturinn var að taka eitthvað upp í bílskúr hjá vini sínum, ef maður var svo heppinn,“ segir Kristján og hlær. Nú, þegar Kristján og félagar hafa aðstöðu til, vilja þeir gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir. „Við viljum gefa þeim færi á að hafa gæði í upptökum og komast að í hljóðveri,“ útskýrir Kristján, en hann hefur starfrækt Stúdíó Hljóm frá árinu 2010. Eflum íslenskt tónlistarlíf hefur gjarnan verið kölluð Míní-Músíktilraunir. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa keppni er að áhorfendur velja hljómsveitina sem sigrar. Lýðræðislegar kosningar skera úr um hver vinnur,“ segir Kristján léttur í bragði. „Þegar fólk fer og kaupir sér drykk, hvort sem það er kaffi, kók eða bjór, þá fær það líka kosningamiða til að fylla út,“ segir hann. Að þessu sinni taka fjórar hljómsveitir þátt, en þær eru Texas Muffin, HEK, Þausk og Postulín. Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við höldum þessa keppni bara af hugsjón,“ segir Kristján Haraldsson, hjá Stúdíó Hljómi, en hann stendur fyrir keppninni Eflum íslenskt tónlistarlíf á fimmtudag klukkan 22.30 á Hressingarskálanum. „Þegar ég var að byrja í músík vissi ég ekkert hvert ég átti að snúa mér – þá voru bara stóru hljóðverin starfrækt og hinn kosturinn var að taka eitthvað upp í bílskúr hjá vini sínum, ef maður var svo heppinn,“ segir Kristján og hlær. Nú, þegar Kristján og félagar hafa aðstöðu til, vilja þeir gera nýjum hljómsveitum auðveldara fyrir. „Við viljum gefa þeim færi á að hafa gæði í upptökum og komast að í hljóðveri,“ útskýrir Kristján, en hann hefur starfrækt Stúdíó Hljóm frá árinu 2010. Eflum íslenskt tónlistarlíf hefur gjarnan verið kölluð Míní-Músíktilraunir. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa keppni er að áhorfendur velja hljómsveitina sem sigrar. Lýðræðislegar kosningar skera úr um hver vinnur,“ segir Kristján léttur í bragði. „Þegar fólk fer og kaupir sér drykk, hvort sem það er kaffi, kók eða bjór, þá fær það líka kosningamiða til að fylla út,“ segir hann. Að þessu sinni taka fjórar hljómsveitir þátt, en þær eru Texas Muffin, HEK, Þausk og Postulín.
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira