Fatalína úr ull og gúmmíi fáanleg í dömudeild JÖR fljótlega Marín Manda skrifar 1. desember 2013 15:30 Magnea Einarsdóttir er spennt að fá línuna sína í verslunina JÖR á Laugavegi. mynd/Daníel Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarfatnaði sem fáanlegur verður í JÖR í desember. Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveimur sýningum, á Brighton-tískuvikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota íslenska ull og ég var ekkert sérstaklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magnea. Aðspurð um markhópinn segir hún að fatalínan henti konum á öllum aldri. „Þetta er töffaraleg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“ Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Magnea Einarsdóttir fatahönnuður hefur sérhæft sig í ullarfatnaði sem fáanlegur verður í JÖR í desember. Magnea Einarsdóttir var í fornámi í hönnun og myndlist í Myndlistarskólanum en sótti á erlendar slóðir. Hún fór til Parísar og lærði í Parsons í eitt ár og útskrifaðist sem fatahönnuður í fyrra frá Central Saint Martins í London. „Ég sérhæfði mig í prjóni og þegar ég sótti um í Saint Martins var mér boðið að sérhæfa mig og mér leist mjög vel á það,“ segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður. „Línan sem ég var að gera núna er beint framhald af útskriftarlínunni minni en hún verður seld í dömudeildinni í JÖR í desember.“Í fyrravetur tók Magnea þátt í fatahönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue og lenti í öðru sæti. Í kjölfarið fékk hún góða kynningu og var boðið að taka þátt í tveimur sýningum, á Brighton-tískuvikunni í London og tískuviku á Spáni. Flíkurnar fengu óskipta athygli á sýningunum og ákvað Magnea að þróa línuna frekar og láta framleiða á Íslandi. „Það var svolítil áskorun að nota íslenska ull og ég var ekkert sérstaklega hrifin í byrjun en þetta bara virkaði sem var svo gaman. Ég gerði útsaumaða ullarkjóla, blandað saman við gúmmí og ýmis prjónamynstur. Ég er búin að vera rosalega góð við ullina og mýkja hana vel upp,“ segir Magnea. Aðspurð um markhópinn segir hún að fatalínan henti konum á öllum aldri. „Þetta er töffaraleg prjónalína og ég vil að fólk hugsi öðruvísi um prjón þegar það sér vörurnar mínar.“
Mest lesið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira