Endurfundir við hraunið og æskuna Símon Birgisson skrifar 29. nóvember 2013 14:00 Kristbergur pétursson málari sýnir verk sín í listasafni reykjanesbæjar. Sýning á verkum hafnfirska myndlistarmannsins Kristbergs Ó. Péturssonar og Þórðar Hall var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í byrjun mánaðarins. Sýningin ber heitið Endurfundir en Þórður var kennari Kristbergs við Myndlistar- og handíðaskólann fyrir um 30 árum. Verk Kristbergs eru þó einnig endurfundir á annan hátt. Hann sækir innblástur sinn í hafnfirska hraunið og æskuslóðirnar þar sem hann ólst upp. Mínar Esjur og Heklur „Ég er fæddur og uppalinn í hrauninu í vesturbæ Hafnarfjarðar. Þetta er mjög sérkennilegt umhverfi frá náttúrunnar hendi og ég held alveg einstakt á heimsvísu. Hef ferðast víða um landið og hvergi séð jafn stórgert og gróft hraun, stórir klettar, djúpar gjótur – all hrikalegt í augum barns og hefur eflaust haft áhrif á list mína. Þarna eru mínar Esjur og Heklur,“ segir Kristbergur.sækir innblástur í hraunið ljós og skuggar í verkum kristbergs.Hann segir þetta umhverfi hafa fylgt sér alla tíð. „Þetta fylgir mér alltaf, svipað og Þorpið hans Jóns úr Vör,“ segir Kristbergur og bætir við: „Hvernig orðaði hann það: Móðir þín fylgir þér áleiðis en þorpið fer með þér alla leið.“ Málverk Kristbergs eru óhlutbundin, abstraktmyndir þar sem ljós og skuggar takast á. Hann segir verkin táknmyndir, metafórur. „Hraunið gæti verið metafóra fyrir lífsleiðina, krókótta og villugjarna, ókortlagða, ófyrirsjáanlega, hættulega,“ segir hann.Erindi listamannsins Sýningin er opin til 15. desember og er ein sú stærsta á ferli Kristbergs sem spannar um þrjá áratugi. „Stundum finnst mér eins og ég sé ekki enn kominn yfir formálann í listferli mínum. Að ég sé enn að standa upp, ræskja mig og koma mér fyrir í pontunni kannski langt kominn með að gera grein fyrir sjálfum mér, hvaðan ég er kominn, hver ég er og hvaða erindi ég á við hina virðulegu samkomu. Kannski er ég lengi að koma mér að efninu. Kannski er ég einmitt löngu kominn að því. Hver veit?“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýning á verkum hafnfirska myndlistarmannsins Kristbergs Ó. Péturssonar og Þórðar Hall var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar í byrjun mánaðarins. Sýningin ber heitið Endurfundir en Þórður var kennari Kristbergs við Myndlistar- og handíðaskólann fyrir um 30 árum. Verk Kristbergs eru þó einnig endurfundir á annan hátt. Hann sækir innblástur sinn í hafnfirska hraunið og æskuslóðirnar þar sem hann ólst upp. Mínar Esjur og Heklur „Ég er fæddur og uppalinn í hrauninu í vesturbæ Hafnarfjarðar. Þetta er mjög sérkennilegt umhverfi frá náttúrunnar hendi og ég held alveg einstakt á heimsvísu. Hef ferðast víða um landið og hvergi séð jafn stórgert og gróft hraun, stórir klettar, djúpar gjótur – all hrikalegt í augum barns og hefur eflaust haft áhrif á list mína. Þarna eru mínar Esjur og Heklur,“ segir Kristbergur.sækir innblástur í hraunið ljós og skuggar í verkum kristbergs.Hann segir þetta umhverfi hafa fylgt sér alla tíð. „Þetta fylgir mér alltaf, svipað og Þorpið hans Jóns úr Vör,“ segir Kristbergur og bætir við: „Hvernig orðaði hann það: Móðir þín fylgir þér áleiðis en þorpið fer með þér alla leið.“ Málverk Kristbergs eru óhlutbundin, abstraktmyndir þar sem ljós og skuggar takast á. Hann segir verkin táknmyndir, metafórur. „Hraunið gæti verið metafóra fyrir lífsleiðina, krókótta og villugjarna, ókortlagða, ófyrirsjáanlega, hættulega,“ segir hann.Erindi listamannsins Sýningin er opin til 15. desember og er ein sú stærsta á ferli Kristbergs sem spannar um þrjá áratugi. „Stundum finnst mér eins og ég sé ekki enn kominn yfir formálann í listferli mínum. Að ég sé enn að standa upp, ræskja mig og koma mér fyrir í pontunni kannski langt kominn með að gera grein fyrir sjálfum mér, hvaðan ég er kominn, hver ég er og hvaða erindi ég á við hina virðulegu samkomu. Kannski er ég lengi að koma mér að efninu. Kannski er ég einmitt löngu kominn að því. Hver veit?“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira