Ungu stelpunum ekki hent út fyrir fallbyssur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Guðmunda á ferðinni gegn Aftureldingu síðastliðið sumar. Selfoss átti spútniklið Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír útlendingar voru fengnir til liðsins sem annars var að mestu leyti byggt á heimastelpum. „Við erum dálítið montin af því hve margar ungar stelpur af Suðurlandinu eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, ánægður með árangurinn. Hann hafi verið betri en búist var við en í takt við vonir þeirra. Á engan er hallað þegar sagt er að Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins í deildinni auk þess að leggja upp tvö, hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum íslenskum félögum. „Það voru mörg félög sem vildu kaupa hana, sem er ekki algengt í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann segist hafa sest niður með Guðmundu strax eftir tímabilið og ákvörðunin hafi í raun verið sett í hennar hendur. „Hefði hún séð sér hag í því hefði hún að sjálfsögðu fengið að fara.“ Aðspurður um markmið næsta tímabils segir Gunnar Rafn Selfyssinga ekki fara fram úr sér. Horft sé til lengri tíma í uppbyggingu liðsins. „Auðvitað vilja allir byggja upp á sínum heimastelpum. Við tökum aldrei fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálfarinn sem ætlar að treysta á sömu íslensku stelpurnar og síðastliðið sumar. Þær séu efnilegar og reynslunni ríkari. „Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir einhverjar fallbyssur sem geta komið okkur upp um tvö eða þrjú sæti í deildinni.“Afturelding - Selfoss, Pepsi deild kvenna, sumar 2013, kvennafótboltinn, konurBúinn að ræða við Dagnýju Gunnar Rafn finnur ekki fyrir neinni pressu eða stressi um skjótan árangur á Selfossi. Markmiðið sé að festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára standi vonir til að liðið verði að stöðugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt liðið sé skipað ungum stelpum hefur hann ekki áhyggjur af of miklu álagi á unga fætur. Leikmenn ættu ekki að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2. flokki og meistaraflokki eins og oft vill verða. „Við erum sem betur fer með fjölmennan 2. og 3. flokk. Það eru margar stelpur af Suðurlandinu sem leita til okkar því hér er faglegt og gott starf,“ segir Gunnar. Einn Sunnlendingur hefur verið orðaður við endurkomu upp á síðkastið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, sem spilar með Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum og spilað hefur með Val undanfarin sumur, er uppalin á Hellu. Hún er samningslaus og veltir möguleikum sínum fyrir sér. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við hana eins og örugglega allir þjálfarar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunnar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að Selfoss verði fyrir valinu og reyndar íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Selfoss átti spútniklið Pepsi-deildarinnar síðastliðið sumar en liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar. Þrír útlendingar voru fengnir til liðsins sem annars var að mestu leyti byggt á heimastelpum. „Við erum dálítið montin af því hve margar ungar stelpur af Suðurlandinu eru í liðinu okkar. Ætli við höfum ekki verið með yngsta liðið,“ segir Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, ánægður með árangurinn. Hann hafi verið betri en búist var við en í takt við vonir þeirra. Á engan er hallað þegar sagt er að Guðmunda Brynja Óladóttir hafi farið fyrir Selfyssingum. Framherjinn, sem skoraði ellefu af nítján mörkum liðsins í deildinni auk þess að leggja upp tvö, hefur verið afar eftirsótt hjá öðrum íslenskum félögum. „Það voru mörg félög sem vildu kaupa hana, sem er ekki algengt í íslenskum kvennafótbolta,“ segir Gunnar Rafn um stjörnu liðsins. Hann segist hafa sest niður með Guðmundu strax eftir tímabilið og ákvörðunin hafi í raun verið sett í hennar hendur. „Hefði hún séð sér hag í því hefði hún að sjálfsögðu fengið að fara.“ Aðspurður um markmið næsta tímabils segir Gunnar Rafn Selfyssinga ekki fara fram úr sér. Horft sé til lengri tíma í uppbyggingu liðsins. „Auðvitað vilja allir byggja upp á sínum heimastelpum. Við tökum aldrei fleiri en þrjá útlendinga,“ segir þjálfarinn sem ætlar að treysta á sömu íslensku stelpurnar og síðastliðið sumar. Þær séu efnilegar og reynslunni ríkari. „Ég ætla ekki að henda þeim út fyrir einhverjar fallbyssur sem geta komið okkur upp um tvö eða þrjú sæti í deildinni.“Afturelding - Selfoss, Pepsi deild kvenna, sumar 2013, kvennafótboltinn, konurBúinn að ræða við Dagnýju Gunnar Rafn finnur ekki fyrir neinni pressu eða stressi um skjótan árangur á Selfossi. Markmiðið sé að festa liðið í sessi. Innan nokkurra ára standi vonir til að liðið verði að stöðugu liði í efri hluta deildarinnar. Þótt liðið sé skipað ungum stelpum hefur hann ekki áhyggjur af of miklu álagi á unga fætur. Leikmenn ættu ekki að þurfa að vera lykilmenn bæði í 2. flokki og meistaraflokki eins og oft vill verða. „Við erum sem betur fer með fjölmennan 2. og 3. flokk. Það eru margar stelpur af Suðurlandinu sem leita til okkar því hér er faglegt og gott starf,“ segir Gunnar. Einn Sunnlendingur hefur verið orðaður við endurkomu upp á síðkastið. Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, sem spilar með Florida State-háskólanum í Bandaríkjunum og spilað hefur með Val undanfarin sumur, er uppalin á Hellu. Hún er samningslaus og veltir möguleikum sínum fyrir sér. „Ég er að sjálfsögðu búinn að tala við hana eins og örugglega allir þjálfarar í Pepsi-deildinni,“ segir Gunnar Rafn. Hann telur þó ólíklegt að Selfoss verði fyrir valinu og reyndar íslensk lið yfirhöfuð. Hans tilfinning sé að miðjumaðurinn spili ytra næsta sumar. kolbeinntumi@frettabladid.is
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn