Hugmyndasvampurinn í jólaskapi Marín Manda skrifar 7. desember 2013 13:00 Guðrún Hjörleifsdóttir „Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Ég er búin að blogga í tæp 10 ár og byrjaði að blogga í gamla daga þegar það kom pínu í tísku en þegar ég byrjaði í skólanum árið 2006 breyttist þetta yfir í meira hönnunar- og lífsstílsblogg,“ segir Guðrún Hjörleifsdóttir, sem heldur úti blogginu Hugmyndasvampurinn. Guðrún býr á Akranesi og rekur veitingastaðinn Galito ásamt manni sínum og öðru pari. Ásamt veitingarekstrinum stundar Guðrún mastersnám í listkennslufræði við Listaháskólann en hún útskrifaðist sem vöruhönnuður árið 2006. Aðspurð um nafnið segir hún að svampur hafi hentað vel þar sem bloggið hafi verið hugsað sem staður sem sogar að sér alls konar skemmtilegar hugmyndir.Jólatré sem að Guðrún skar út og málaði.Sjálf segist hún vera dugleg að fylgjast með pinterest og skoða önnur blogg á borð við emmasdesignblogg.com og dezeen.com. Í jólamánuðinum er Guðrún dugleg að búa til pappír og sínar eigin jólaskreytingar og segist eiga það til að leggja undir sig allt húsið þegar hún byrjar að pakka inn gjöfunum. „Það fer allt á hvolf þegar ég pakka inn gjöfunum og það fá allir útúrpældan pakka. Átta ára dóttir mín tekur þátt í herlegheitunum og við notum alls konar sem hún gerir í skólanum sem gjafaumbúðir og stundum perlar hún skraut á pakkana. Ég er með alls konar vesenisútfærslur,“ segir hún glöð í bragði. Nánar um bloggið á hugmyndin.blogspot.comGuðrún Hjörleifsdóttir
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira