Meira en bara vampýrusaga Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. desember 2013 11:00 Þorsteinn Mar segir enga af öllum þeim bíómyndum sem gerðar hafa verið um Drakúla komast í hálfkvisti við söguna sjálfa. Fréttablaðið/Valli Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við eigum á íslensku nýlega þýðingu á Frankenstein og tiltölulega nýlega þýðingu á Dr. Jekyll og Mr. Hyde en Drakúla hefur aldrei verið þýdd í fullri lengd,“ segir rithöfundurinn Þorsteinn Mar, einn af forsprökkum bókaútgáfunnar Rúnatýs, spurður hvað komi til að þeir hafi ráðist í að fá Gerði Sif Ingvarsdóttur til að þýða Drakúla eftir Bram Stoker. „Bókin er til í endursögn Valdimars Ásmundssonar en upphaflega sagan hefur aldrei komið út á íslensku og við vildum bæta úr því.“ Þorsteinn segist bjartsýnn á að lesendur fagni þessari útgáfu. „Miðað við það hvernig bókin hefur gengið í hinum enskumælandi heimi, þar sem stöðugt er verið að endurprenta hana, er eðlilegt að draga þá ályktun að sagan eigi alltaf jafn mikið erindi. Þetta er bara þannig saga.“ Blóðsugur hafa verið áberandi í afþreyingarefni undanfarin ár en Þorsteinn segist þó telja að sú bylgja sé að dala. „Vissulega hefur borið á ákveðnu vampýruþema, en mér sýnist megnið af því vera komið á síðustu metrana. Drakúla rís hins vegar upp fyrir það sem fyrsta alvöru vampýrusagan sem löngu er orðin klassík. Hún er líka svo miklu meira en bara vampýrusaga; hún er innrásarsaga og hafði á sínum tíma mjög róttækt viðhorf til stöðu kvenna, svo dæmi séu tekin, og það er svo ótalmargt í þessari sögu sem er áhugavert og skemmtilegt.“ Bókin kom fyrst út árið 1897 og Þorsteinn segir viðtökurnar hafa verið dræmar í fyrstu. „Hún fékk ágætis gagnrýni en það er ekki fyrr en upp úr 1923 sem til verður eitthvert „hæp“ í kringum Drakúla.“ Sagan hefur lítið dalað í vinsældum síðan og fjölmargar bíómyndir fjalla að meira eða minna leyti um greifann blóðþyrsta. Þorsteinn segir þó hina raunverulegu sögu aldrei hafa ratað á hvíta tjaldið. „Jafnvel þótt Francis Ford Coppola hafi gert Bram Stoker‘s Dracula á sínum tíma finnst mörgum harðkjarna-Drakúlaaðdáendum enn vanta Drakúlamynd sem er algjörlega byggð á bókinni. Það jafnast nefnilega engin af öllum þessum kvikmyndum á við það að lesa söguna sjálfa.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira