Laufabrauðsát er fyrsta verk Ásgeirs Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. desember 2013 10:00 Ásgeir kemur fram ásamt hljómsveit sinni á þrennum tónleikum á Íslandi á milli jóla og nýárs. fréttablaðið/arnþór „Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Það er langt síðan hann hefur haldið formlega tónleika á Íslandi og okkur finnst sniðugt að endurtaka leikinn með því að halda tónleika á sömu stöðum og hann kom fram á fyrir fimmtán mánuðum,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs. Hann mun ásamt hljómsveit sinni koma fram á þrennum tónleikum á milli jóla og nýárs, í Reykjavík, á Akureyri og á Hvammstanga. „Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur til landsins er að gera ekki neitt. Síðan ætlar hann að fá sér laufabrauð.“ Á föstudaginn kemur Ásgeir fram á stórum jólatónleikum sem danska ríkissjónvarpið stendur fyrir en þeim verður sjónvarpað á Norðurlöndunum í kringum jólin. „Ég geri ráð fyrir að þeir verði sýndir hér á landi.“ Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þrátt fyrir að hafa lítið spilað hér á landi hefur Ásgeir spilað víða um Evrópu þar sem hann hitaði meðal annars upp fyrir bæði John Grant og Of Monsters and Men í sumar. Í nóvember hélt hann síðan ásamt hljómsveit í sitt fyrsta stóra tónleikaferðalag um Evrópu sem lýkur þann 17. desember. Útlit er fyrir að ekkert muni hægja á dagskrá Ásgeirs á næstunni þar sem ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kemur út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar og í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. „Með í för verður hin norska Farao sem hefur séð um upphitun á tónleikaferðalagi Ásgeirs um Evrópu undanfarið.“ Tónleikarnir fara fram 27. desember í Gamla bíói í Reykjavík, 28. desember á Græna hattinum á Akureyri og 29. desember heimsækir Ásgeir félagsheimilið á Hvammstanga. Hægt er að nálgast miða á midi.is.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið