Lá andvaka yfir hreinskilnum textum Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:00 Ljóðin í bókinni eru bæði persónuleg og grafísk en þau eru lýsing á því daglega ástandi að vera maður. Fréttablaðið/Anton Ljóðabókin Hold eftir Braga Pál Sigurðarson er önnur bók höfundar. Bókin skiptist í nokkur textabrot sem öll lýsa sama ástandi en eiga einnig í innbyrðis samræðum. „Textarnir eiga í rifrildi og þeir gera grín hver að öðrum, í rauninni eins og maður er sjálfur. Mig langaði líka til að koma til skila því hreinskilna ástandi að oft stemma ekki skoðanir manns og maður er stundum í mótsögn við sjálfan sig.“ Aðspurður segist Bragi Páll sjálfur vera ljóðmælandi í bókinni en textarnir eru á köflum gífurlega hreinskilnir og grafískir. Ástandið sem textarnir lýsa segir Bragi vera ástandið að vera manneskja. „Ég var sjálfur í mikilli sjálfsvinnu á sama tíma og ég var að skrifa bókina og hún verður á köflum alveg óbærilega heiðarleg. Ég hef alveg legið andvaka yfir sumum textunum í þessari bók, hvort ég ætti yfirhöfuð að þora að gefa þetta út og setja nafnið mitt við.“ Kápa bókarinnar er hönnuð af Braga sjálfum og ljósmyndaranum Hallgerði Hallgrímsdóttur. Hún sýnir ljóðmælanda sjálfan, nakinn á miðri götu með svínshöfuð. „Það er mjög algengt að tónlistarmenn setji sjálfa sig framan á plötuna sína og ég hef velt því fyrir mér af hverju skáld gera ekki meira af því. Listir verða oft svo formfastar í sínum venjum. Hallgerður kom fyrst með þá hugmynd að taka þetta úti á miðri götu sem ég var fyrst ekkert sérstaklega spenntur fyrir en svo ákvað ég að slá til. Útkoman er svo nokkurs konar martraðarkennd Abbey Road-útgáfa.“ Þegar Bragi Páll birti kápumyndina á Facebook-síðunni sinni til að benda vinum og vandamönnum á nýútkomið verkið var hann settur í bann á samfélagsmiðlinum. „Kápan er svo grafísk að ég var settur í þriggja daga Facebook-bann sem er alveg „Hildar Lilliendahl-lengd“ á banni.“ Bragi er sjálfur ljóðanörd og reynir að höfða til annarra ljóðanörda en skrifa jafnframt aðgengileg ljóð sem vekja tilfinningar hjá óvönum ljóðalesendum. „Margir upplifa ljóðið mjög ógnvekjandi og treysta sér ekki í ljóðalestur. Grunnskólar hafa skemmt ljóðin fyrir þjóðinni með því að gera þau of hátíðleg. Mig langar að sýna fram á að ljóð geta skapað með manni öfgafullar tilfinningar rétt eins og önnur listform, bæði meðal ljóðanörda og leikmanna.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ljóðabókin Hold eftir Braga Pál Sigurðarson er önnur bók höfundar. Bókin skiptist í nokkur textabrot sem öll lýsa sama ástandi en eiga einnig í innbyrðis samræðum. „Textarnir eiga í rifrildi og þeir gera grín hver að öðrum, í rauninni eins og maður er sjálfur. Mig langaði líka til að koma til skila því hreinskilna ástandi að oft stemma ekki skoðanir manns og maður er stundum í mótsögn við sjálfan sig.“ Aðspurður segist Bragi Páll sjálfur vera ljóðmælandi í bókinni en textarnir eru á köflum gífurlega hreinskilnir og grafískir. Ástandið sem textarnir lýsa segir Bragi vera ástandið að vera manneskja. „Ég var sjálfur í mikilli sjálfsvinnu á sama tíma og ég var að skrifa bókina og hún verður á köflum alveg óbærilega heiðarleg. Ég hef alveg legið andvaka yfir sumum textunum í þessari bók, hvort ég ætti yfirhöfuð að þora að gefa þetta út og setja nafnið mitt við.“ Kápa bókarinnar er hönnuð af Braga sjálfum og ljósmyndaranum Hallgerði Hallgrímsdóttur. Hún sýnir ljóðmælanda sjálfan, nakinn á miðri götu með svínshöfuð. „Það er mjög algengt að tónlistarmenn setji sjálfa sig framan á plötuna sína og ég hef velt því fyrir mér af hverju skáld gera ekki meira af því. Listir verða oft svo formfastar í sínum venjum. Hallgerður kom fyrst með þá hugmynd að taka þetta úti á miðri götu sem ég var fyrst ekkert sérstaklega spenntur fyrir en svo ákvað ég að slá til. Útkoman er svo nokkurs konar martraðarkennd Abbey Road-útgáfa.“ Þegar Bragi Páll birti kápumyndina á Facebook-síðunni sinni til að benda vinum og vandamönnum á nýútkomið verkið var hann settur í bann á samfélagsmiðlinum. „Kápan er svo grafísk að ég var settur í þriggja daga Facebook-bann sem er alveg „Hildar Lilliendahl-lengd“ á banni.“ Bragi er sjálfur ljóðanörd og reynir að höfða til annarra ljóðanörda en skrifa jafnframt aðgengileg ljóð sem vekja tilfinningar hjá óvönum ljóðalesendum. „Margir upplifa ljóðið mjög ógnvekjandi og treysta sér ekki í ljóðalestur. Grunnskólar hafa skemmt ljóðin fyrir þjóðinni með því að gera þau of hátíðleg. Mig langar að sýna fram á að ljóð geta skapað með manni öfgafullar tilfinningar rétt eins og önnur listform, bæði meðal ljóðanörda og leikmanna.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira