Æðsta dyggðin var að þræla sér út Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:00 Börkur er blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður en segir það ekki teljast til vinnu í augum karlmannanna sem hann ólst upp með. Fréttablaðið/GVA Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“ Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hann er vinnuþjarkur af kynslóðinni fyrir ofan mig,“ segir Börkur Gunnarsson spurður hvaða Hann þetta sé sem bókin er nefnd eftir. „Hann er alinn upp í því vinnusiðferði sem var ríkjandi á þeim tíma en við sem aðeins yngri erum þekkjum kannski minna. Einhver gagnrýnandinn kallaði hann Bjart í Sumarhúsum í nýrri mynd. Hann heldur uppi konu sinni og dóttur en er ekki í neinum tilfinningalegum tengslum við þær, hann er bara að þræla sér út frá morgni til miðnættis.“Eitthvað verður síðan til þess að hann þarf að taka sig á í tilfinningamálunum, eða hvað? „Já, Hann ákveður að gera eitthvað í málunum og það fer náttúrulega allt á annan veg en Hann ætlaði. Meira get ég ekki sagt án þess að koma upp um plottið. En Hann er auðvitað ekkert æfður í því að tala um tilfinningar eða slíkt, þannig að þetta er dálítið basl. Hann er einnar setningar maður og hefur þá skoðun að karlmenn vinni til þess að tengjast, það séu konur sem tali til þess að ná tengingu við annað fólk.“Á hann sér einhverja fyrirmynd? „Jaa, svona. Ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér. Allir karlmenn í minni ætt eru brjálaðir vinnuþjarkar, það er hin æðsta dyggð að þræla sér út. Ég man eiginlega ekki eftir því að nokkur virðing hafi verið borin fyrir öðru en vinnunni. Það finnst mér hins vegar ekki vera gegnumgangandi í minni kynslóð. Mér finnst þessi munur áhugaverður og langaði að velta upp þessum karakter, sem ég held að sé í útrýmingarhættu.“ Sagan er nóvella og Börkur segir það form höfða mikið til sín. „Já. Og ég er með tvær aðrar nóvellur sem ég er búinn að rissa upp, alveg ótengdar þessari. Þetta er svo miklu þægilegra í endurskrifum,“ segir Börkur og glottir. „Ég held reyndar að Hann hefði hvorki getað verið styttri né lengri, það er efnið sem velur formið.“Mér heyrist þú nú vera hálfgerður vinnufíkill sjálfur; blaðamaður, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. „Tja, á okkar mælikvarða telst þetta kannski ágæt vinnusemi, en í augum þeirra karlmanna sem ég ólst upp með þykir þetta nú ekki merkilegt. Það þarf að þræla sér út svo maður svitni til að það teljist vinna í þeirra augum.“Og hefurðu einhvern tíma gert það? „Já, já, ég var á sjónum í rúmt ár í gamla daga og vann við smíðar í sumarvinnu, en nú orðið er ég víst orðinn óttalegur væskill á þeirra mælikvarða.“
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira