Spennandi herrafatalína Kormáks og Skjaldar Marín Manda skrifar 15. desember 2013 11:15 Kormákur, Skjöldur og Gunnar. "Herraföt eru bara eitthvað sem er í DNA-inu mínu og ég hef saknað þess að gera herraföt þar sem ég hef meira og minna verið að skoða blúndur og perlur undanfarin misseri fyrir Freebird,“ segir Gunnar Hilmarsson fatahönnuður. „Ég var fenginn til að vinna fyrir Kormák og Skjöld og ég veit ekkert skemmtilegra en að sitja fyrir hádegi og drekka kaffi með þeim og ræða lögun á tölum. Kaffið er ágætt en félagsskapurinn frábær,“ segir Gunnar. Hann segir samstarfið hafa verið til fyrirmyndar og að augljóst sé að þeir deili sömu ástríðu hvað varðar gæði, snið og söguna á bak við herrafatnað, sérstaklega áður en iðnaðarframleiðslan tók yfir. Gunnar segir tíðarandann henta einstaklega vel hugmyndafræði Kormáks og Skjaldar þar sem fyrirtækið sé byggt upp á skemmtilegum hefðum og gildum. „Áður fyrr entust föt svo lengi en hér í seinni tíð eru flíkur oft of hannaðar og menn eru bara orðnir eins og jólatré. Í dag vill fólk ákveðin gæði fyrir peninginn en það er eitthvað sem við leggjum mikið upp úr,“ segir hann. Nýja herrafatalínan var að mestu unnin úr ítölskum efnum og framleidd í Tyrklandi á sömu stöðum og Armani og Paul Smith láta framleiða sínar vörur. Kormákur Geirharðsson segir umræðurnar yfir kaffibollanum snúast um hvernig hægt sé að betrumbæta hönnunina og þróa grunnhugmyndina til að hanna gæðaflíkur, sem henta íslensku veðurfari, á skikkanlegu verði. „Við notum gömul snið og klassískar hugmyndir en það er alltaf eitthvert tvist í flíkunum. Okkur hefur fundist tweed-efnið heillandi og við erum ótrúlega sáttir við þróunina á hönnuninni með samstarfinu við Gunna,“ segir Kormákur og bætir við: „Í skyrtulínunni okkar kennir einnig margra grasa en við höfum verið að prófa okkur áfram með þykkari efni þannig að skyrturnar henti jafn vel sem vinnuskyrtur.“ Meira um nýju herrafatalínuna á Facebook undir Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Herraföt eru bara eitthvað sem er í DNA-inu mínu og ég hef saknað þess að gera herraföt þar sem ég hef meira og minna verið að skoða blúndur og perlur undanfarin misseri fyrir Freebird,“ segir Gunnar Hilmarsson fatahönnuður. „Ég var fenginn til að vinna fyrir Kormák og Skjöld og ég veit ekkert skemmtilegra en að sitja fyrir hádegi og drekka kaffi með þeim og ræða lögun á tölum. Kaffið er ágætt en félagsskapurinn frábær,“ segir Gunnar. Hann segir samstarfið hafa verið til fyrirmyndar og að augljóst sé að þeir deili sömu ástríðu hvað varðar gæði, snið og söguna á bak við herrafatnað, sérstaklega áður en iðnaðarframleiðslan tók yfir. Gunnar segir tíðarandann henta einstaklega vel hugmyndafræði Kormáks og Skjaldar þar sem fyrirtækið sé byggt upp á skemmtilegum hefðum og gildum. „Áður fyrr entust föt svo lengi en hér í seinni tíð eru flíkur oft of hannaðar og menn eru bara orðnir eins og jólatré. Í dag vill fólk ákveðin gæði fyrir peninginn en það er eitthvað sem við leggjum mikið upp úr,“ segir hann. Nýja herrafatalínan var að mestu unnin úr ítölskum efnum og framleidd í Tyrklandi á sömu stöðum og Armani og Paul Smith láta framleiða sínar vörur. Kormákur Geirharðsson segir umræðurnar yfir kaffibollanum snúast um hvernig hægt sé að betrumbæta hönnunina og þróa grunnhugmyndina til að hanna gæðaflíkur, sem henta íslensku veðurfari, á skikkanlegu verði. „Við notum gömul snið og klassískar hugmyndir en það er alltaf eitthvert tvist í flíkunum. Okkur hefur fundist tweed-efnið heillandi og við erum ótrúlega sáttir við þróunina á hönnuninni með samstarfinu við Gunna,“ segir Kormákur og bætir við: „Í skyrtulínunni okkar kennir einnig margra grasa en við höfum verið að prófa okkur áfram með þykkari efni þannig að skyrturnar henti jafn vel sem vinnuskyrtur.“ Meira um nýju herrafatalínuna á Facebook undir Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar.
Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning