Helgarmaturinn - Mexíkóskt picadillo Marín Manda skrifar 14. desember 2013 11:00 Sólveig Guðmundsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir rekur veitingastaðinn Culiacan og hefur alltaf haft áhuga á hollum og góðum mat. Hún kynntist mexíkóskri matargerð í Denver í Colorado þegar hún var að læra iðnhönnun. Hún segir fjölskylduna elska mexíkóskan mat sem gott er að eiga í ísskápnum að grípa í.1 kg nautahakk (eða nauta- og grísahakk)2 hvítlauksrif1 stór laukur2 dósir tómatar kubbaðir2,5 dl nautasoð (vatn og teningur)1½ dl rúsínur1½ dl möndluflögur2 msk. tómatpúrra1 msk. kanill1 msk. cumin1 msk. kóríander½ msk. chiliflögur1 tsk. cayennepipar1½ tsk. salt og ½ tsk. pipar½ dl rauðvínsedikFerskt kóríander (má sleppa) Léttsteikið hakkið með lauknum og hvítlauknum. Setjið kryddin út í og steikið þau aðeins með hakkinu. Restinni af innihaldi er hellt út á og látið malla í ca. 30 mínútur. Dreifið ferskum kóríander yfir rétt áður en borið er fram (má sleppa). Þessi kássa er rosalega góð með tortillum. Hægt er að hafa t.d. ferskt salsa, sterka eða milda sósu, ost og sýrðan rjóma með. Svo er auðvitað æðislegt að hafa nachos og ostasósu með þessu. Uppskrift á culiacan.is. Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið
Sólveig Guðmundsdóttir rekur veitingastaðinn Culiacan og hefur alltaf haft áhuga á hollum og góðum mat. Hún kynntist mexíkóskri matargerð í Denver í Colorado þegar hún var að læra iðnhönnun. Hún segir fjölskylduna elska mexíkóskan mat sem gott er að eiga í ísskápnum að grípa í.1 kg nautahakk (eða nauta- og grísahakk)2 hvítlauksrif1 stór laukur2 dósir tómatar kubbaðir2,5 dl nautasoð (vatn og teningur)1½ dl rúsínur1½ dl möndluflögur2 msk. tómatpúrra1 msk. kanill1 msk. cumin1 msk. kóríander½ msk. chiliflögur1 tsk. cayennepipar1½ tsk. salt og ½ tsk. pipar½ dl rauðvínsedikFerskt kóríander (má sleppa) Léttsteikið hakkið með lauknum og hvítlauknum. Setjið kryddin út í og steikið þau aðeins með hakkinu. Restinni af innihaldi er hellt út á og látið malla í ca. 30 mínútur. Dreifið ferskum kóríander yfir rétt áður en borið er fram (má sleppa). Þessi kássa er rosalega góð með tortillum. Hægt er að hafa t.d. ferskt salsa, sterka eða milda sósu, ost og sýrðan rjóma með. Svo er auðvitað æðislegt að hafa nachos og ostasósu með þessu. Uppskrift á culiacan.is.
Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið