Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Marín Manda skrifar 13. desember 2013 22:00 Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir Myndir/ Atli Már Hafsteinsson "Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
"Ég stofnaði fyrirtækið mitt, Dimmblá, snemma á þessu ári og hannaði fyrstu fatalínuna með norðurljósin sem þema því þau eru glæsilegt sjónarspil í einstakri náttúrufegurð Íslands,“ segir Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dimmblá. Fatalínan kemur á markað innan skamms en hún varð að veruleika í samstarfi við landslagsljósmyndarann Sigurð Hrafn Stefnisson en ljósmyndir hans af norðurljósunum eru prentaðar á flíkurnar. "Það er mikill heiður að fá að nota myndir Sigurðar í fyrstu línu Dimmblár því hann er talinn meðal þeirra fremstu á þessu sviði á Íslandi,“ segir Heiðrún Ósk. Hún segist bera mikla umhyggju fyrir íslenskri náttúru og telur mjög dýrmætt að Íslendingar eigi ósnortna náttúru. Verkefni af þessu tagi kostar skildinginn og því hefur Heiðrún Ósk óskað eftir aðstoð frá velunnurum til að greiða niður framleiðslukostnaðinn. Hægt er að styrkja verkefnið á hópfjármögnunarvefsíðunni Karolina Fund til 31. desember. „Þetta er frábær leið fyrir lítil fyrirtæki sem eru að hefja rekstur til að fjármagna verkefnin sín. Þeir sem styrkja Dimmblá um ákveðna upphæð geta valið sér flík úr nýju fatalínunni svo að þeir sem styrkja mig eru jafnframt að tryggja sér flík úr þessari fallegu fatalínu.“Fyrirsæta Ásdís Svava Hallgrímsdóttir
Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og og vera í forystu“ Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira