Fyrir tuttugu árum var tónlistarlífið á Íslandi virkilega blómlegt og fjölbreytt. Fjölmargar tímamótaplötur komu út og margar þeirra hafa staðist tímans tönn með miklum sóma. Stærsta nafn íslenskrar tónlistarsögu á alþjóðavísu, Björk, gaf árið 1993 út sína fyrstu stóru plötu sem ber nafnið Debut og fór hún sigurför um heiminn. Bubbi Morthens var ákaflega virkur og gaf út plötuna Lífið er ljúft, ásamt því að gefa út plötuna Svefnvana með hljómsveit sinni og Rúnars Júlíussonar, GCD. Landslið poppara var einnig afkastamikið á árinu en Páll Óskar, Stjórnin, Todmobile, Ný dönsk og fleiri gáfu út plötur þetta ár.
„Það sem er forvitnilegt er það að plötusala er mjög svipuð í dag og árið 1993 en hún náði hámarki árið 2005,“ segir Jónatan Garðarsson tónlistarsérfræðingur og rokksögukennari. Sala á plötum, til dæmis árið 2011 og 2012 er ekki jafn dreifð og hún var á árum áður, líkt og Mugison og Ásgeir Trausti sanna.
Árið 1993 var algengt að listamenn væru að selja um fimm þúsund eintök, sem gefur gullplötur. „Þetta ár fóru ellefu plötur í gull,“ bætir Jónatan við. Heildarplötusalan var um þrjú hundruð þúsund eintök en einungis þrjátíu prósent af sölunni voru íslenskar plötur.
Kristján Jóhannsson seldi flest eintök af plötunni sinni, Af lífi og sál, þetta ár eða um fimmtán þúsund eintök en rétt á eftir honum kom Bubbi Morthens með þrettán þúsund eintök seld af plötunni Lífið er ljúft. Plöturnar Debut með Björk, Spillt með Todmobile, Desember með Siggu Beinteins og Ekki þessi leiðindi með Bogomil Font og Milljónamæringunum seldust í um sjö þúsund eintökum þetta ár.


Ásgeir Trausti seldi 23 þúsund eintök af plötu sinni Dýrð í dauðaþögn en hún er komin vel yfir þrjátíu þúsund eintök í dag. Of Monsters and Men seldi ellefu þúsund eintök af plötunni My Head Is an Animal en það er þó athyglisvert að hún kom út árið 2011. Retro Stefson seldi 7.500 eintök af samnefndri plötu og Helgi Björnsson seldi fimm þúsund eintök af plötunni Heim í Heiðardalinn.


Árið 1993
Kristján Jóhannsson - Af lífi og sál 15.000 eintök
Bubbi Morthens – Lífið er ljúft 13.000 eintök
Todmobile – Spillt, Björk – Debut, Sigga Beinteins – Desember, Bogomil Font og Milljónamæringarnir – Ekki þessi leiðindi um 7.000 eintök.
KK band – Hotel Föroyar 6.000 eintök.
Stefán Hilmarsson – Líf, Ný dönsk – Hunang 4.000 eintök
Jet Black Joe – You Ain‘t here 3.000 eintök

Garðar Thor Cortes – Cortes 15.000 eintök
Óskar Pétursson – Þú átt mig ein 15.000 eintök
Björgvin Halldórsson – Ár og öld 12.000 eintök
Sigur Rós – Takk 10.000 eintök
Helgi Björns – Yfir Esjuna 10.000 eintök
Írafár – Írafár 9.000 eintök
Árið 2011
Mugison – Haglél 32.000 eintök

Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn 23.000 eintök (komin vel yfir 30.000 í dag)
Of Monsters and Men – My Head Is An Animal 11.000 eintök (platan kom út árið 2011 en er samt næstmest selda platan árið 2012
Retro Stefson – Retro Stefson 7.500 eintök
Helgi Björns – Heim í heiðardalinn 5.000 eintök
Minningartónleikar um Ellý Vilhjálms 4.700 eintök
Raggi Bjarna – Dúettar 4.400 eintök
Sigur Rós – Valtari 4.300 eintök
Skálmöld – Börn Loka 4.300 eintök
Það sem af er árinu 2013
Baggalútur – Mamma þarf að djamma 6.000 eintök
Of Monsters and Men og Ásgeir Trausti eru báðar komnar vel yfir 5.000 eintök