Hvers vegna er fólki illa við barrtré? Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 17. desember 2013 14:00 Sara Riel spyr sig á hverju andúð fólks á barrtrjám byggist. Fréttablaðið/Daníel Sara Riel opnar á fimmtudaginn sýningu í Týsgalleríi. Sýningin verður eins konar bergmál af sýningunni sem hún stóð fyrir á Listasafni Íslands í sumar, þó með örlítið breyttri áherslu sem á einmitt sérstaklega vel við á þessum árstíma, en þema sýningarinnar verður barrtré og skógrækt á Íslandi. „Ég velti fram spurningunni hvers vegna höfuðáherslan virðist alltaf vera lögð á fagurfræði þegar umræðan um barrtré og lauftré er annars vegar. Fólk er alltaf tilbúið til að dásama birkitré og hlyn en vill ekki sjá grenið. Þegar spurt er hvernig á því stendur eru svörin oft frekar fagurfræðilegs eðlis heldur en líf- eða vistfræðileg.“ Um jólaleytið virðist ást þjóðarinnar á grenitrénu hins vegar alltaf vakna og þá fá þau að prýða öll heimili og jólaskreytingar eru gjarnan með skírskotun í þau. „Það er allt annað viðhorf í garð barrtrjáa um jólaleytið heldur en á sumrin og þess vegna á þessi sýning mín sérstaklega vel við núna. Það er ekki hægt að halda jólin án þess að vera með barrtré og þá er það fallegasta tréð sem við nánast tilbiðjum og gegnir hlutverki sem altari jólagjafanna. Tréð fær að standa þar í tvær vikur eða þangað til það á ekki upp á pallborðið lengur og við fleygjum því á dyr.“ Barrtrjáarækt er því nauðsynleg fyrir þá sem kjósa að vera með lifandi tré á jólunum. Á sumrin er umræðan í garð grenitrjánna hins vegar á þann veg að henni mætti líkja við nokkurs konar „plönturasisma“. „Maðurinn minn er skógfræðingur svo ég þekki umræðuna mjög vel, hún er allt í kringum mig. Eitt verk á sýningunni er eitt stórt barrtré sem ég bý til úr öðrum barrtrjám og svo verð ég með aðra útgáfu af fræskotunum sem ég var með á sýningunni í sumar. Við maðurinn minn höfum verið að kokka upp gróðursetningaraðferð, en við höfum búið til haglabyssuskot úr fræjum sem við skjótum í jörðina. Skotin eru ljóðræn að einhverju leyti en þetta er tilraun til að sýna fram á að það sé hægt að nota verkfæri sem venjulega er notað til að drepa, til þess að skapa líf. Svo tengist þetta þeirri umræðu að margir líta á grenið sem árás á umhverfið.“ Opnun á sýningu Söru verður haldin í Týsgalleríi næstkomandi fimmtudag en þá verður gestum á sýningunni boðið upp á jólaglögg og spjall. Sýningin verður opin fram yfir jól. Menning Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sara Riel opnar á fimmtudaginn sýningu í Týsgalleríi. Sýningin verður eins konar bergmál af sýningunni sem hún stóð fyrir á Listasafni Íslands í sumar, þó með örlítið breyttri áherslu sem á einmitt sérstaklega vel við á þessum árstíma, en þema sýningarinnar verður barrtré og skógrækt á Íslandi. „Ég velti fram spurningunni hvers vegna höfuðáherslan virðist alltaf vera lögð á fagurfræði þegar umræðan um barrtré og lauftré er annars vegar. Fólk er alltaf tilbúið til að dásama birkitré og hlyn en vill ekki sjá grenið. Þegar spurt er hvernig á því stendur eru svörin oft frekar fagurfræðilegs eðlis heldur en líf- eða vistfræðileg.“ Um jólaleytið virðist ást þjóðarinnar á grenitrénu hins vegar alltaf vakna og þá fá þau að prýða öll heimili og jólaskreytingar eru gjarnan með skírskotun í þau. „Það er allt annað viðhorf í garð barrtrjáa um jólaleytið heldur en á sumrin og þess vegna á þessi sýning mín sérstaklega vel við núna. Það er ekki hægt að halda jólin án þess að vera með barrtré og þá er það fallegasta tréð sem við nánast tilbiðjum og gegnir hlutverki sem altari jólagjafanna. Tréð fær að standa þar í tvær vikur eða þangað til það á ekki upp á pallborðið lengur og við fleygjum því á dyr.“ Barrtrjáarækt er því nauðsynleg fyrir þá sem kjósa að vera með lifandi tré á jólunum. Á sumrin er umræðan í garð grenitrjánna hins vegar á þann veg að henni mætti líkja við nokkurs konar „plönturasisma“. „Maðurinn minn er skógfræðingur svo ég þekki umræðuna mjög vel, hún er allt í kringum mig. Eitt verk á sýningunni er eitt stórt barrtré sem ég bý til úr öðrum barrtrjám og svo verð ég með aðra útgáfu af fræskotunum sem ég var með á sýningunni í sumar. Við maðurinn minn höfum verið að kokka upp gróðursetningaraðferð, en við höfum búið til haglabyssuskot úr fræjum sem við skjótum í jörðina. Skotin eru ljóðræn að einhverju leyti en þetta er tilraun til að sýna fram á að það sé hægt að nota verkfæri sem venjulega er notað til að drepa, til þess að skapa líf. Svo tengist þetta þeirri umræðu að margir líta á grenið sem árás á umhverfið.“ Opnun á sýningu Söru verður haldin í Týsgalleríi næstkomandi fimmtudag en þá verður gestum á sýningunni boðið upp á jólaglögg og spjall. Sýningin verður opin fram yfir jól.
Menning Mest lesið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira