Skúrinn breytist í útvarp og grammófón Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. desember 2013 11:00 Finnur Arnar smíðar sjálfur lúðurinn sem festur verður á Skúrinn til að varpa söngnum til áheyrenda. „Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20. Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
„Skúrinn er fjölnota menningarhús sem hægt er að setja á trukk og keyra þangað sem verkast vill,“ segir Finnur Arnar Arnarson myndlistarmaður sem á og rekur Skúrinn. „Hingað til hefur það nánast eingöngu verið myndlist sem verið hefur í Skúrnum en nú er komið að bókmenntadagskrá við Norræna húsið og síðan söngdagskrá í fógetagarðinum.“ Bókmenntadagskráin verður þrjú kvöld í röð, 18., 19. og 20. desember, og hefst klukkan 20 öll kvöldin. Eðli málsins samkvæmt rúmast ekki margir gestir í skúrnum þannig að Finnur hefur brugðið á það ráð að útvega sér útvarpssendi til að fólk geti notið upplestursins í bílum sínum. „Skúrinn verður fyrir framan Norræna húsið og þetta er eins konar „drive in“. Inni í Skúrnum verður lítill útvarpssendir og áheyrendur stilla útvarpið í bílnum sínum á FM 103,9 og heyra rithöfundana lesa upp úr bókum sínum inni í Skúrnum. Þarna lesa helstu kanónur bókmenntaheimsins og hægt er að kynna sér dagskrána á vefslóðinni nordice.is.“Bílaútvarp Hægt verður að fylgjast með bókmenntadagskránni sitjandi í makindum í bílnum sínum.Hinn viðburðurinn, sem fram fer 22. desember, er söngdagskrá þar sem sungin verða þau lög sem sungin voru á Látrum við Látraströnd eftir að sálmasöng lauk árið 1878. Hvaða lög eru það? „Það voru grafnar upp skráðar heimildir um þau lög sem sungin voru á Látrum eftir að sálmasöng sleppti og hugmyndin er sú að ellefu manna kór endurflytji það prógramm.“ Kórinn verður inni í Skúrnum en á Skúrinn verður festur stór lúður og honum í raun breytt í gamlan grammófón. „Hugmyndafræðingurinn á bak við þetta er Áslaug Thorlacius og hún hefur með sér fjölskyldumeðlimi, vini og vandamenn sem ýmsir eru ansi vel þekkt tónlistarfólk, til dæmis Sigríður, systir Áslaugar, og Snorri Sigfús Birgisson, frændi þeirra. Þau eru búin að vera að æfa vikum saman og ég held þau séu alveg að ná þessu,“ segir Finnur Arnar og glottir. Söngdagskráin hefst einnig klukkan 20.
Menning Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Líf, fjör og einmanaleiki Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira