Platan sem ber titilinn Jólakveðja, inniheldur frumsamin lög en textarnir eru sóttir í klassísk íslensk ljóðasöfn. Textarnir spanna nokkuð langt tímabil, þeir elstu eiga rætur sínar að rekja til aldamótanna 1900 en þeir yngstu ná allt til árþúsundamótanna 2000.
Sigríður Thorlacius hefur á stuttum ferli skipað sér á sess með fremstu söngkonum þjóðarinnar. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.00.