Ágætis uppskera þessa dagana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 11:00 Gunnar Andreas er einn þeirra sem hljóta Kraumsverðlaunin fyrir bestu íslensku diska ársins, fyrir diskinn Patterns sem inniheldur úrval verka hans á einum áratug. Frétablaðið/Vilhelm Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“ Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“
Menning Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira