Litir og form í fyrirrúmi á sýningu í i8 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. desember 2013 10:00 Verk þeirra Þórs, Camillu og Sergio eru hvert öðru litskrúðugra þótt nálgun listamannanna sé gerólík. Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira