Heiðar er þó eini meðlimur sveitarinnar sem kemur þar fram. „Ég verð þarna með gítarinn en Þröstur skrítni á Skerseyrarveginum verður mér til halds og trausts á skemmtaranum,“ útskýrir Heiðar.
Heiðar og Þröstur ætla leika lög Botnleðju í skemmtaraútgáfu en einnig má segja að útgáfan verði léttsvinguð. „Halli trommari og Raggi bassaleikari komust ekki á Jólaplöggið og var skemmtarinn því besta lausnin en þetta verður mjög skemmtilegt.“
Þetta verður líklega í eina skiptið sem aðdáendur Botnleðju geta léð skemmtaraútgáfunni eyra. Jólaplögg Record Records fer fram næstkomandi laugardagskvöld á Harlem og á Gamla Gauknum.