Trentemöller ekki einn að þessu sinni Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. desember 2013 11:00 Anders Trentemöller kemur fram á Sónar-hátíðinni í febrúar, ásamt hljómsveit. nordicphotos/getty „Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead. Sónar Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég elska Ísland en verð því miður bara á landinu í einn sólarhring,“ segir danski raftónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Anders Trentemöller. Hann kemur fram á Sónar-hátíðinni í Reykjavík sem fram fer í febrúar. Trentemöller kom fram á Sónar-hátíðinni í fyrra en hann hefur heldur betur skipt um gír síðan þá. „Ég verð með heila hljómsveit með mér núna. Ég er með tvo gítarleikara, trommara, söngkonu og einn þúsundþjalasmið sem spilar meðal annars á bassa,“ útskýrir Trentemöller. Hann semur tónlistina þó einn og æfir svo efnið með hljómsveitinni. Hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og er heillaður af landi og þjóð. „Mér þykir mjög leiðinlegt að geta ekki stoppað lengur hérna, ég hefði viljað sýna hljómsveitinni minni landið,“ og einnig fór hann fögrum orðum um sinn uppáhaldsskemmtistað á fróni, sem ku vera Kaffibarinn. „Kaffibarinn er frábær, ég á góðar minningar þaðan.“ Sá danski er sjálflærður í tónlistinni og spilar á ýmis hljóðfæri. „Ég fór aldrei í tónlistarskóla og það er kannski gott því þá upplifir maður hljóðfærið líklega öðru vísi. Ég er mjög hrifinn af gítarnum og eiginleikum hans en ég spila samt mest á hljómborð,“ segir Trentemöller spurður út í hljóðfærakunnáttuna. Nú þegar jólin nálgast óðfluga ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að forvitnast um viðhorf Trentemöllers til jólanna. „Ég er mjög mikið jólabarn og elska þennan árstíma.“ Þá segir hann að A Christmas Gift for You from Phil Spector sé uppáhaldsjólaplata sín. „Ég elska Phil Spector. Hann nær að galdra fram einstakan hljóm og ég er mjög hrifinn af upptökum hans og tækni.“ Trentemöller sendi frá sér plötuna Lost á árinu og fékk til liðs við sig listamenn á borð við Mimi Parker úr hljómsveitinni Low og Kazu Makino úr hljómsveitinni Blonde Redhead.
Sónar Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“