Helgarmaturinn - Kjúklingarisotto Marín Manda skrifar 20. desember 2013 12:15 Sandra Fairbairn Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Kjúklingarisotto Fyrir 4-63 kjúklingabringur2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)2 sellerístilkar2 laukar2 gulræturÓlífuolía til steikingar2 dl þurrt hvítvín1 dós hakkaðir tómatar500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)75 g smjör100 g parmesan-ostur, rifinnSalt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Sandra Fairbairn er hér með mjög ljúffengan og sparilegan rétt sem passar vel undir lok aðventunnar rétt fyrir jólahátíðina sjálfa. Kjúklingarisotto Fyrir 4-63 kjúklingabringur2 l kjúklingasoð (vatn og teningar)2 sellerístilkar2 laukar2 gulræturÓlífuolía til steikingar2 dl þurrt hvítvín1 dós hakkaðir tómatar500 g Arborio-risottogrjón (ekki venjuleg hrísgrjón)75 g smjör100 g parmesan-ostur, rifinnSalt og pipar eftir smekk Útbúið soðið. Skerið niður 1 sellerístilk, 1 gulrót og 1 lauk og bætið í soðið. Látið sjóða stutta stund og haldið svo heitu. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið vel á stórri pönnu þar til kjúklingurinn er brúnaður. Skerið niður afganginn af grænmetinu og blandið saman við. Steikið í nokkrar mínútur til viðbótar. Bætið síðan hvítvíninu saman við og látið það gufa upp. Bætið tómötunum saman við og saltið og piprið eftir smekk. Látið malla í 8-10 mínútur og vökvið með soðinu ef blandan verður þurr. Bætið risotto-grjónunum út á pönnuna ásamt um 200 ml af soðinu. Eldið í 20 mínútur á meðalhita. Hrærið og vökvið með soðinu ef blandan er að þorna, passa þarf vel að hún þorni ekki og brenni. Takið pönnuna af hellunni og blandið smjörinu og parmesan-ostinum varlega saman við. Gott er að pipra létt yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Skreyta má með litlum tómötum eða öðru fíneríi.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira