Vel við hæfi að hylla þýðendur á þessum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2013 09:45 "Íslensk tunga hefði ekki endurnýjast eins vel og raun er á ef við værum ekki svona dugleg að þýða allt milli himins og jarðar úr öðrum tungumálum yfir á íslensku,“ segir hún. Fréttablaðið/GVA Dagur þýðenda er alþjóðlegur dagur og hann er líka afmælisdagur bandalagsins okkar sem er níu ára,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, sem verður með afmælisdagskrá í fyrirlestrasal HT101 á Háskólatorgi í dag. Það eru nefnilega tíu ár síðan þýðingarfræði urðu formleg námsbraut í Háskóla Íslands og bandalaginu þótti fullt tilefni til að halda upp á það með HÍ. „Svo er þetta líka dagur sem er kenndur við heilagan Híerónímus, sem þýddi biblíuna á latínu, hún varð Biblían með stóru B fyrir margar Evrópuþjóðir. Því er við hæfi að hylla þýðingar og þýðendur á þessum degi,“ heldur Magnea áfram og bendir á að flestir lesi þýðingar oft á dag án þess að gera sér grein fyrir því. Magnea segir nokkra valinkunna framsögumenn verða á samkomunni, að sjálfsögðu alla með þýðingartengt efni en veit ekki nákvæmlega hvað þeir ætla að tjá sig um. Segir það bara koma í ljós, enda margar hliðar á faginu. Mesta undrun vekur nafn eins framsögumannsins, Mazen Maarouf. „Maarouf er þýðandi og ljóðskáld og af því hann var staddur hér á landi var ómótstæðilegt að hafa hann með, því hann er að þýða íslenskar bókmenntir yfir á arabísku. Þetta fannst okkur svo spennandi og hann var tilbúinn að koma og vera með okkur,“ segir Magnea. Á samkomunni í dag verður leitast við að svara spurningunni hvort hægt sé að kenna þýðingar. „Þegar ég byrjaði af rælni í þýðingarfræðinni fyrir nokkrum árum, mest til að athuga hvort hausinn á mér virkaði enn í skólasamhengi og varð svo bitin af faginu að ég þurfti endilega að ná mér í meistarapróf í því, þá spurðu margir mig: Er nokkuð hægt að kenna þetta? eins og þetta væri eitthvað sem mönnum væri eðlislægt. Það væri nóg að kunna tungumál og þá gæti maður þýtt,“ segir Magnea og tekur fram að við þýðingar þurfi að taka tillit til margra þátta, ekki síst menningarlega þáttarins. Svo segir hún þýðingar hafa auðgað íslenskuna mikið. „Íslensk tunga hefði ekki endurnýjast eins vel og raun er á ef við værum ekki svona dugleg að þýða allt milli himins og jarðar úr öðrum tungumálum yfir á íslensku,“ fullyrðir hún. „Þá ættum við ekki öll þessi orð.“ Magnea kveðst vona að mætingin verði góð. „Kannski hafa háskólanemar áhuga á að koma og fylgjast með og allir velunnarar þýðinga eru innilega velkomnir.“ Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dagur þýðenda er alþjóðlegur dagur og hann er líka afmælisdagur bandalagsins okkar sem er níu ára,“ segir Magnea J. Matthíasdóttir, formaður Bandalags þýðenda og túlka, sem verður með afmælisdagskrá í fyrirlestrasal HT101 á Háskólatorgi í dag. Það eru nefnilega tíu ár síðan þýðingarfræði urðu formleg námsbraut í Háskóla Íslands og bandalaginu þótti fullt tilefni til að halda upp á það með HÍ. „Svo er þetta líka dagur sem er kenndur við heilagan Híerónímus, sem þýddi biblíuna á latínu, hún varð Biblían með stóru B fyrir margar Evrópuþjóðir. Því er við hæfi að hylla þýðingar og þýðendur á þessum degi,“ heldur Magnea áfram og bendir á að flestir lesi þýðingar oft á dag án þess að gera sér grein fyrir því. Magnea segir nokkra valinkunna framsögumenn verða á samkomunni, að sjálfsögðu alla með þýðingartengt efni en veit ekki nákvæmlega hvað þeir ætla að tjá sig um. Segir það bara koma í ljós, enda margar hliðar á faginu. Mesta undrun vekur nafn eins framsögumannsins, Mazen Maarouf. „Maarouf er þýðandi og ljóðskáld og af því hann var staddur hér á landi var ómótstæðilegt að hafa hann með, því hann er að þýða íslenskar bókmenntir yfir á arabísku. Þetta fannst okkur svo spennandi og hann var tilbúinn að koma og vera með okkur,“ segir Magnea. Á samkomunni í dag verður leitast við að svara spurningunni hvort hægt sé að kenna þýðingar. „Þegar ég byrjaði af rælni í þýðingarfræðinni fyrir nokkrum árum, mest til að athuga hvort hausinn á mér virkaði enn í skólasamhengi og varð svo bitin af faginu að ég þurfti endilega að ná mér í meistarapróf í því, þá spurðu margir mig: Er nokkuð hægt að kenna þetta? eins og þetta væri eitthvað sem mönnum væri eðlislægt. Það væri nóg að kunna tungumál og þá gæti maður þýtt,“ segir Magnea og tekur fram að við þýðingar þurfi að taka tillit til margra þátta, ekki síst menningarlega þáttarins. Svo segir hún þýðingar hafa auðgað íslenskuna mikið. „Íslensk tunga hefði ekki endurnýjast eins vel og raun er á ef við værum ekki svona dugleg að þýða allt milli himins og jarðar úr öðrum tungumálum yfir á íslensku,“ fullyrðir hún. „Þá ættum við ekki öll þessi orð.“ Magnea kveðst vona að mætingin verði góð. „Kannski hafa háskólanemar áhuga á að koma og fylgjast með og allir velunnarar þýðinga eru innilega velkomnir.“
Menning Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira