Akademía fyrir framúrskarandi nemendur 7. júní 2013 19:56 Verkefnisstjórinn Kristín Mjöll segir akademíuna mikla lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf. Fréttablaðið/Valli Áherslan er á að fá hingað framúrskarandi kennara og nemendur sem hafa staðið sig vel og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar sem hefst í Hörpu með glæsilegum opnunartónleikum á morgun. „Þar mun Eva Þórarinsdóttir, íslenskur fiðluleikari og vinningshafi Carl Nielsen keppninnar 2012, leika ásamt Richard Simm á píanó. Á tónleikunum koma einnig fram fiðluleikararnir Yabing Tan frá Kína og hin 10 ára Christina Nam frá Kóreu ásamt Haeri Suh á píanó og Christoph Sassmannshaus á selló,“ segir Kristín Mjöll. „Á mánudagskvöld verða svo kennaratónleikarnir og þar mun Kurt Sassmannshaus, sem verður aðalkennarinn á námskeiðinu og stjórnandi strengjasveitarinnar, leika ásamt tríói sínu. Auk þess fara fram á mánudaginn mjög spennandi „masterklassar“ undir stjórn Ole Böhn, konsertmeistara Norsku þjóðaróperunnar og prófessors í Sydney og Bryndísar Höllu Gylfadóttur, leiðara sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða níu „masterklassar“ á námskeiðinu og fara þeir flestir fram í Listaháskóla Íslands.“ Það er Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi akademíunnar, sem á frumkvæði að hugmyndinni um alþjóðlegt tónlistarnámskeið og sumartónleika í Hörpu fyrir tónlistarnema. Hún hefur í samvinnu við Ara Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir Agnarsson og Kristínu Mjöll hleypt hugmyndinni af stokkunum. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Áherslan er á að fá hingað framúrskarandi kennara og nemendur sem hafa staðið sig vel og unnið til verðlauna á alþjóðavettvangi,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, verkefnisstjóri Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar sem hefst í Hörpu með glæsilegum opnunartónleikum á morgun. „Þar mun Eva Þórarinsdóttir, íslenskur fiðluleikari og vinningshafi Carl Nielsen keppninnar 2012, leika ásamt Richard Simm á píanó. Á tónleikunum koma einnig fram fiðluleikararnir Yabing Tan frá Kína og hin 10 ára Christina Nam frá Kóreu ásamt Haeri Suh á píanó og Christoph Sassmannshaus á selló,“ segir Kristín Mjöll. „Á mánudagskvöld verða svo kennaratónleikarnir og þar mun Kurt Sassmannshaus, sem verður aðalkennarinn á námskeiðinu og stjórnandi strengjasveitarinnar, leika ásamt tríói sínu. Auk þess fara fram á mánudaginn mjög spennandi „masterklassar“ undir stjórn Ole Böhn, konsertmeistara Norsku þjóðaróperunnar og prófessors í Sydney og Bryndísar Höllu Gylfadóttur, leiðara sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Alls verða níu „masterklassar“ á námskeiðinu og fara þeir flestir fram í Listaháskóla Íslands.“ Það er Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi akademíunnar, sem á frumkvæði að hugmyndinni um alþjóðlegt tónlistarnámskeið og sumartónleika í Hörpu fyrir tónlistarnema. Hún hefur í samvinnu við Ara Þór Vilhjálmsson, Sigurgeir Agnarsson og Kristínu Mjöll hleypt hugmyndinni af stokkunum.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira