Dóttir Þorgríms Þráinssonar fetar tónlistarbrautina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2014 09:30 Dreymir stóra drauma sem hún ætlar að láta rætast. Mynd/Úr einkasafni „Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef fengið heilmikil viðbrögð frá vinum og fjölskyldunni enda deildu sumir myndbandinu á Facebook þannig að fleiri gátu séð það,“ segir Kolfinna Þorgrímsdóttir. Hún setti nýlega inn myndband við lagið Shelter á Youtube þar sem hún þenur raddböndin og er afar efnileg í tónlistinni. „Lagið Shelter er upprunalega frá hljómsveitinni The xx en Birdy gerði ábreiðu með Shelter og þannig fékk ég hugmyndina. Ég lít mjög upp til Birdy sem tónlistarmanns og fæ mestan innblástur frá henni,“ segir Kolfinna. „Ég hef haft mikinn áhuga á tónlist síðan ég var lítil og sungið síðan ég man eftir mér, oftast ein inni í herbergi,“ bætir Kolfinna við. Hún var ellefu ára þegar hún fór í Söngskóla Reykjavíkur. Þaðan fór hún í söngskóla Maríu Bjarkar og síðar í einkatíma hjá Birgittu Haukdal. En er meira efni væntanlegt frá Kolfinnu? „Vonandi í nánustu framtíð. Auðvitað langar mig að vera í hljómsveit og flytja tónlist með öðrum. Ég er núna að læra á gítar heima og það gefur mér vonandi tækifæri til að semja lög sjálf.“ Kolfinna er dóttir knattspyrnugoðsins og rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar og eru þau feðgin mjög náin. „Auðvitað fæ ég reglulega góð ráð frá honum. Ég lít upp til hans á öllum sviðum því hann er mín stærsta fyrirmynd.“ Kolfinna stundar nám í Borgarholtsskóla og stefnir á að ljúka stúdentsprófi í nánustu framtíð. „Mig hefur lengi langað í háskóla í París og svo þykir mér freistandi að reyna fyrir mér sem módel. Ég hef gaman af því að taka myndir en helst langar mig að vinna við eitthvað sem tengist tónlist, bæði syngja og semja.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög