Ferðaþjónusta víkur verði af laxeldi í sjó Svavar Hávarðsson skrifar 9. janúar 2014 16:46 Við Hvannadalsá. Mynd/Lax-á Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist. Fréttaskýringar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist.
Fréttaskýringar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira