Hélt að ég stefndi beint í gröfina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2014 15:45 Brandur tók við styrknum á Kjarvalsstöðum í dag úr hendi Friðriks Pálssonar. Fréttablaðið/GVA „Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd. Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Ég var í eðlisfræði í Háskóla Íslands, vann sem landvörður á sumrin og hugðist leggja fyrir mig leiðsögustarf, en upp út tvítugu fór ég að missa mátt í útlimum. Það ágerðist hratt á um fjórum árum og undir þrítugt var ég orðinn nánast alveg lamaður fyrir neðan háls,“ segir Brandur Karlsson. Hann fékk styrk úr Listasjóði Ólafar að upphæð hálfri milljón í dag til að útbúa aðstöðu til að geta stundað listsköpun sína með sem bestum hætti en hann málar með munninum. „Ég ferðaðist víða um heiminn og dvaldi marga mánuði á spítala og hitti marga af færustu taugalæknum Bandaríkjanna og Evrópu í leit að útskýringu á veikindum mínum sem ég hef ekki en þann dag í dag fengið. Mér hefur tekist að endurheimta hreyfigetu að mjög litlu leyti en er öðrum háður í öllum daglegum athöfnum,“ bætir Brandur við. Hann missti ekki vonina og notaði internetið til að mennta sig.„Ég hafði að miklu leyti gefið upp von um að eiga eitthvað í líkingu við eðlilegt líf enda hélt ég lengi vel að ég stefndi beint í gröfina en svo staðnaði hrörnun hins óþekkta sjúkdóms og allt í einu stóð ég frammi fyrir því að þurfa að finna nýjan tilgang með lífinu þar sem öll mín fyrri framtíðaráform voru ekki lengur raunhæf. Þar sem ég var rúmfastur og stóran hluta tímans einn með internetinu þá byrjaði ég að mennta mig á þeim sviðum þar sem ég teldi að ég gæti komið sem mest að gagni fyrir samfélagið. Svo einn daginn þegar ég dvaldist á Reykjalundi að reyna gera eitthvað skapandi frétti ég af fólki sem málaði með munninum og með aðstoð iðjuþjálfa sletti ég smá málningu á striga. Síðan komst ég í kynni við Derek og Eddu Heiðrúnu, sem opnuðu fyrir mér heim munnmálunar og þeim tækifærum sem því fylgir. Ég upplifi það að mála sem tækifæri til þess að hafa áhrif á heiminn.“ Listasjóður Ólafar var stofnaður árið 2008 til minningar um Ólöfu Pétursdóttur, dómsstjóra og málara, en hún slasaðist alvarlega árið 2006 og lamaðist frá hálsi. Hún hafði stundað málaralist um langt skeið og með aðstoð Dereks Mundell hóf hún að mála með munninum um leið og hún hafði heilsu til og náði undraverðum árangri á þeim tíma þar til hún lést árið 2008. Sú ánægja sem hún hafði af því að geta stundað list sína áfram eftir alvarlega lömun gaf henni nýja sýn og nýja von. Eftir að hún lést ákváðu ættingjar hennar að heiðra minningu hennar með stofnun sjóðs sem veitir styrki á mjög þröngu sviði til þeirra alvarlega hreyfihömluðu einstaklinga sem vilja leggja stund á listsköpun og/eða þá sem leggja þeim einstaklingum lið. Fyrsti styrkþeginn var Sigþrúður Loftsdóttir, sjúkraþjálfari, sem hefur lagt sig eftir að mennta sig á þessu sviði, þá fékk Derek Mundell myndlistarkennari styrk til að sækja vinnustofu á þessu sviði í Englandi. Edda Heiðrún Backmann leikkona og leikstjóri hefur lagt stund á listmálun með munninum og fékk hún ferðastyrk til að sækja sömu vinnustofu og að framan er nefnd.
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira